Bjarni fagnar fyrstu tölum

Bjarni Benediktsson á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

Gríðarleg fagnaðarlæti brutust út á kosningavöku Sjálfstæðisflokksins á Grand hótel þegar fyrstu tölur voru kynntar, en þær gefa til kynna að flokkurinn hafi um 30% fylgi. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins og oddviti í Suðvesturkjördæmi, fagnaði fyrstu tölum.

„Við höfum verið mjög spennt að sjá þessar fyrstu tölur og gleðjumst yfir þessari vísbendingu sem þær gefa,“ sagði hann í samtali við mbl.is. „Mér er efst í huga þegar ég stend hér þakklæti til þessarar fjöldahreyfingar sem hefur unnið með okkur að þessum árangri.“

Í Suðurkjördæmi fær flokkurinn 34,8 prósent og í Norðausturkjördæmi er hann með 27,7 prósent, svo fyrstu tölur gefa í skyn að flokkurinn sé með meira fylgi en kannanir gáfu til kynna.

Þá sagði Bjarni að framundan væri spennandi kosninganótt. „Við vonumst til að sjá framhald af svona góðum fréttum og það myndi skila okkur frábærri uppskeru.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert