Hangi vonandi inni - á horriminni

Logi Már Einarsson, varaformaður Samfylkingarinnar og oddviti í Norðausturkjördæmi.
Logi Már Einarsson, varaformaður Samfylkingarinnar og oddviti í Norðausturkjördæmi. mbl.is

„Ég hangi vonandi inni - á horriminni, það verður varla meira en það,“ sagði Logi Már Einarsson, varaformaður Samfylkingarinnar og oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi, við mbl.is í nótt.

Spurður hvort hann vilji nefna mögulegar skýringar á mjög slæmu gengi flokksins í kosningunum, svarar Logi: „Það eru án efa ótal þættir sem skýra slakan árangur flokksins og það sem Samfylkingngarfólk verður að gera núna er að setjast niður, taka sig saman í andlitinu, horfa á stefnu sína, greina kjarnann, fara að tala skýrar, tala til almeninngs, leyfa sér að nota hjartað, finna til með fólki, gleðjast með fólki.“

Hefur Jafnaðarmannaflokkur Íslands ekki gert það?

„Eitthvað höfum við gert rangt. Við fengum gula spjaldið fyrir fjórum árum, fáum það aftur núna og hvað bíður okkar þá? Rauða spjaldið, ekki rétt? Við ætlum ekki að fá það. Nú munum við mæta til leiks, endurnýjuð, fáliðuð, en með grasrót á bak við okkur. Og ég spái því að við eigum eftir að vinna glæstan sigur eftir fjögur ár,“ sagði Logi Már Einarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert