Forseti kannar viðhorf formanna til stjórnarmyndunar

Guðni Th. Jóhannesson fundar með formönnum flokkanna í dag.
Guðni Th. Jóhannesson fundar með formönnum flokkanna í dag. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Forseti Íslands hefur boðað forystumenn stjórnmálaflokkanna sem eiga fulltrúa á nýkjörnu Alþingi til funda á Bessastöðum í dag.

Miðað við hefðina er tilgangur Guðna Th. Jóhannessonar sá að kanna viðhorf formannanna til málefna og annarra flokka svo hann geti metið það hverjum fyrst eigi að fela umboð til myndunar meirihlutastjórnar.

Stjórnarmyndun þarf helst að ganga nokkuð greiðlega fyrir sig. Kalla þarf Alþingi saman til að hægt verði að afgreiða fjárlög fyrir áramót, samkvæmt lögum, og einng verður að kalla Alþingi saman ekki síðar en tíu vikum eftir kosningar.

Útlit er fyrir að stjórnarmyndun verði flókin og jafnvel erfið, miðað við þær yfirlýsingar sem formenn flokkanna gáfu fyrir kosningar og á kosninganótt. „Þetta verður ekki tvíliða, það þarf að setja saman þríliðu eða jafnvel flóknari margliðu. Við verðum bara að sjá hvað verður,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert