Útilokar ekki minnihlutastjórn

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, …
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræða saman á Bessastöðum. mbl.is/Golli

„Ég hlakka til að segja honum okkar viðhorf og heyra hans,“ sagði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, þegar hann kom til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Spurður hver viðhorf Viðreisnar væru sagði hann þau hafa komið fram í kosningabaráttunni. Þar sagði hann flokkinn vilja mynda frjálslynda miðjustjórn.

Benedikt sagði aðspurður líta svo út fyrir að Viðreisn væri í lykilstöðu vegna stjórnarmyndunar. „Við erum í þessu til þess að ná okkar málefnum fram þannig að við munum kappkosta að gera það,“ sagði hann. Spurður áfram hvort hann ætlaði að leggja fram einhverjar hugmyndir að stjórnarmeirihluta sagðist Benedikt ætla að ræða möguleikana í stöðunni.

Frétt mbl.is: Vilja styðja minnihlutastjórn

Spurður hvort honum hugnaðist samstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Bjarta framtíð svaraði Benedikt að Viðreisn hefði aðeins útilokað eitt stjórnarsamstarf og flokkurinn myndi standa við það. Vísaði hann þar til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn.

Benedikt var einnig spurður hvort honum gæti hugnast að setjast í minnihlutastjórn með Vinstrihreyfingunni - grænu framboði og Bjartri framtíð sem studd væri af Pírötum og Samfylkingunni eins og Píratar hafa lagt til sagði hann útspilið áhugavert. Spurður aftur hvort hann gæti hugsað sér slíkt samstarf sagði Benedikt Viðreisn ekki hafa útilokað neitt í þeim efnum.

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, mætir til fundar á Bessastöðum.
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, mætir til fundar á Bessastöðum. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert