Oftast strikað yfir konurnar

Oftast var strikað yfir konur í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Oftast var strikað yfir konur í Reykjavíkurkjördæmi suður. mbl.is/Samsett mynd

Oftast var strikað yfir nöfn kvenna í Reykjavíkurkjördæmi suður enþeir fimm frambjóðendur sem oftast var strikað yfir í kjördæminu eru allir konur. Allar eiga þær það þó sameiginlegt að vera oddvitar fyrir sinn flokk.

Strikað var yfir nafn Ólafar Nordal varaformanns Sjálfstæðisflokksins 111 sinnum, eða í 1,24 prósent skipta. Næst á eftir var nafn Hönnu Katrínar Friðriksson, oddvita Viðreisnar í kjördæminu, en strikað var yfir nafn hennar í 1,19 prósent skipta, alls 53 sinnum.

Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, fylgdi fast á hæla Hönnu Katrínar með 70 yfirstrikanir eða í 1,14 prósent skipta. Næst á eftir er Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, með 60 yfirstrikanir sem jafngildir einu prósenti tilfella. Loks var það Nichole Leigh Mosty, nýkjörinn þingmaður Bjartrar framtíðar, en strikað var yfir nafn hennar í 0,95 prósent skipta, 24 sinnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert