Ný stjórn bundin af fjármálaáætlun

Afgreiðsla fjárlaga er stórt verkefni nýkjörinna þingmanna.
Afgreiðsla fjárlaga er stórt verkefni nýkjörinna þingmanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Verði Alþingi kallað saman áður en tekist hefur að mynda nýja ríkisstjórn er talið víst að núverandi stjórn muni leggja frumvarp til fjárlaga ársins 2017 fyrir þingið þegar það kemur saman, svo fullnægt verði skilyrðum stjórnarskrár um framlagningu fjárlagafrumvarps.

Enn er þó alveg óvíst hvort þing kemur saman fyrr en ný ríkisstjórn hefur tekið við. Viðmælendur sem þekkja vel ferli fjárlagavinnunnar eru þeirrar skoðunar að þótt skammur tími sé til jóla eigi hann að duga til að afgreiða fjárlög næsta árs.

Gjörbreyting hefur orðið á framsetningu fjárlaga og öllu fjárlagaferlinu með lögunum um opinber fjármál sem tóku gildi um seinustu áramót. Í reynd er búið að leggja allar meginlínur um umfang ríkisrekstrarins með fjármálastefnu og fjármálaáætluninni til næstu fimm ára, sem Alþingi samþykkti 18. ágúst sl., að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert