Talaði við formenn nokkurra flokka

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar.
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Það hefur ekkert verið boðað enn, eða ekki svo ég viti að minnsta kosti. Maður verður að hafa þann fyrirvara. Það gætu allir aðrir verið á fullu,“ segir Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, í samtali við mbl.is.

For­menn Sjálf­stæðis­flokks, Bjartr­ar framtíðar og Viðreisn­ar rædd­ust við óform­lega um stjórn­ar­mynd­un á laugardag og í gær voru þingmenn Viðreisnar boðaðir til þingfundar með skömmum fyrirvara.

Benedikt segir samtal formannanna hafa verið jákvætt, þó engin niðurstaða hafi komið út úr því. „Við bara töluðum. Það var engin niðurstaða úr því. Það var jákvætt að því leyti að það fór vel á með okkur.

Það slitnaði upp úr formlegum stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar 15. nóvember síðastliðinn. Aðspurður hvort hann telji meiri líkur á að flokkarnir nái saman núna segir Benedikt allt of snemmt að spá fyrir um slíkt:

„Ég þori ekki að segja til um það. Þetta er ekki komið á það stig ennþá að ég geti nokkuð tjáð mig um það. Þetta er ekkert formlegt, bara spjall. Við höfum spjallað við ýmsa aðra líka.

Benedikt segist hafa rætt við aðra formenn í morgun en vildi þó ekki nefna nein nöfn í því samhengi. „Nei, nei en þú veist hverjir eru formenn flokkanna. Ég get staðfest að ég talaði við formenn nokkurra flokka í morgun.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert