Viðreisn samþykkti stjórnarsáttmálann

Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, ræddi við flokksmenn.
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, ræddi við flokksmenn. mbl.is/Styrmir Kári

Stjórn­arsátt­máli fyr­ir­hugaðrar rík­is­stjórn­ar var ein­róma samþykkt­ur á fundi ráðgjafaráðs Viðreisnar með dynjandi lófataki en fundinum lauk rétt fyrir klukkan tíu í kvöld. Fundurinn hófst klukkan átta og fór fram í höfuðstöðvum flokksins við Ármúla.

Flokksráð Sjálfstæðisflokksins samþykkti stjórnarsáttmálann einnig á fundi sínum í kvöld en fundur Bjartrar framtíðar stendur enn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert