Fjármálastefnan fyrst

Nýja ríkisstjórnin undir forystu Bjarna Benediktssonar tók formlega við völdum …
Nýja ríkisstjórnin undir forystu Bjarna Benediktssonar tók formlega við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar er tekin við stjórnartaumunum eftir einar lengstu stjórnarmyndunarviðræður á lýðveldistímanum.

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir að fyrstu verk ríkisstjórnarinnar snúi að því að setja fimm ára fjármálastefnu og hefja undirbúning við gerð fjármálaáætlunar eins og lög kveða á um. „Svo mun strax hefjast vinna við endurskoðun peningastefnunnar,“ segir Bjarni. Hann segir að á grunni fjármálaáætlunarinnar verði hægt að áætla fjármögnun og framgang stærstu mála stjórnarsáttmálans á borð við uppbyggingu innviða, heilbrigðiskerfis, Landspítala við Hringbraut og menntamála.

Gagnrýnt hefur verið að stjórnarsáttmálinn sé óljós og almennt orðaður. Bjarni hafnar því og segir að í stjórnarsáttmálanum séu tínd til á annað hundrað verkefni sem dreifast á ráðuneytin. „Í kosningabaráttunni var almennur samhljómur um að innviðauppbygging ætti að vera í forgangi. Öll þau atriði eru mjög skýrt orðuð í þessum sáttmála,“ segir Bjarni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert