Kosningafundur sjálfstæðismanna í beinni

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

Opinn kosningafundur sjálfstæðismanna með Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins fór fram á Hilton Reykjavík Nordica fyrir hádegi. Fundurinn var sendur út í beinni útsendingu og hægt var að fylgjast með henni á mbl.is.

Upptaka frá fundinum er aðgengileg hér að neðan.

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar, sem gerð var fyrir Morgunblaðið dagana 19. til 21. september, er Vinstri­hreyf­ing­in – grænt fram­boð orðin stærsti flokk­ur lands­in. Flokk­ur­inn nýt­ur fylg­is 30% kjós­enda og fengi sam­kvæmt því 22 þing­menn. Hann hef­ur nú 10 þing­menn. Um­tals­verður mun­ur er á fylgi VG eft­ir kynj­um. Ætla 20% karla að kjósa flokk­inn en 40% kvenna.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn tap­ar veru­legu fylgi frá þing­kosn­ing­un­um í fyrra, sam­kvæmt könn­un­inni. Stuðning­ur við hann mæl­ist 23% og fengi hann 15 þing­menn í stað 21 sem hann hef­ur nú. Flokk­ur fólks­ins fengi 5 þing­menn kjörna, en hef­ur eng­an þing­mann núna. Björt framtíð næði ekki manni á þing.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert