„Það er sjálfsagt að sýna tilfinningar“

Logi Einarsson
Logi Einarsson mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er mjög mikilvægt að fá hann til liðs við okkur. Hann hefur sýnt að hann breytti íslenskum stjórnmálum á sínum tíma. Hann hefur kennt okkur sem á eftir koma mikið ekki síst að við megum vera í þessu þrátt fyrir að þykjast ekki kunna svörin og það er sjálfsagt að sýna tilfinningar og láta stjórnast aðeins af þeim,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um Jón Gnarr sem greindi frá því að hann hafi gengið í Samfylkinguna í dag.   

Logi segir ákvörðun Jóns Gnarr ekki hafa komið sér á óvart að hann hygðist leggja Samfylkingunni lið í kosningabaráttunni. Hann nefnir sem dæmi að Jón hafi alltaf unnið vel með Samfylkingunni í borgarmálunum.

Ég hef alltaf verið hrifinn af honum og því sem hann hefur staðið fyrir. Ég hef skynjað það lengi að hjörtu okkar slægju töluvert oft í takt,“ segir Logi og bætir því við: „Svo ég vitni í orð hans [Jóns Gnarr] þá er eitthvað nýtt að gerast.“ 

Frá fundi Samfylkingarinnar.
Frá fundi Samfylkingarinnar. mbl.is/Árni Sæberg
Jón Gnarr á fundi Samfylkingarinnar.
Jón Gnarr á fundi Samfylkingarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert