Segir VG leika tveimur skjöldum

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir Vinstrihreyfinguna - grænt framboð leika tveimur skjöldum í aðdraganda þingkosninganna á laugardaginn þegar komi að Evrópumálunum. Þetta kemur fram á vefsíðu Björns í dag en hann sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 1991-2009.

Þannig hafi VG svarað Bændablaðinu á þá leið að flokkurinn hefði ekki í hyggju að standa að þjóðaratkvæðagreiðslu um nýrri umsókn um inngöngu í Evrópusambandið á sama tíma hefði Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagt í samtali við Vísir.is að flokkurinn væri opinn fyrir því að ræða um slíka þjóðaratkvæðagreiðslu og myndi þannig ekki leggjast gegn henni. VG teldi slíkt ekki forgangsmál en það væri samkomulagsatriði í stjórnarmyndunarviðræðum.

„Ástæðan fyrir því að Katrín Jakobsdóttir vill ekki loka neinum dyrum varðandi aðildarferli að ESB er augljós: Væntanlegir samstarfsflokkar VG í ríkisstjórn, Samfylking og Píratar, vilja í ESB. Þá sýna kannanir að tæplega helmingur þeirra sem lýsa yfir stuðningi við VG vill fara í ESB. Vinstristjórn á Íslandi yrði þannig ESB-aðildarstjórn,“ segir Björn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert