Lokatölur í Reykjavík suður

Sigríður Andersen er fyrsti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður.
Sigríður Andersen er fyrsti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður.

Lokatölur eru komnar í Reykjavíkurkjördæmi suður, en litlar breytingar urðu frá síðustu tölum. Samtals kusu 36.598 manns og var kosningaþátttaka 80,25%. Lilja Dögg Alfreðsdóttir er síðasti kjördæmakjörni þingmaður kjördæmisins, en miðað við stöðuna núna í öðrum kjördæmum eru þeir Þorsteinn Sæmundsson, Miðflokknum, og Björn Leví Gunnarsson Pírati inni sem uppbótarþingmenn.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk flest atkvæði eða 22,8% og jók við sig um 0,5% frá síðustu tölum. Fær flokkurinn tvö þingsæti. Vinstri græn eru næststærsti flokkur kjördæmisins með 18,9% og einnig tvo þingmenn.

Samfylkingin er með einn þingmann og 13% atkvæða. Píratar eru með 11,4% atkvæða og fá einn kjördæmakjörinn þingmann og einn uppbótarþingmann. Viðreisn er með 8,5% atkvæða og einn þingmann og Flokkur fólksins með 8,2% og einn þingmann, líkt og Framsókn sem er með 8,1%.

Miðflokkurinn fær einn uppbótarþingmann með 7,6%.

Eftirtaldir kjördæmakjörnir þingmenn verða þingmenn kjördæmisins og miðað við stöðuna núna eru þetta uppbótarþingmennirnir.

Kjördæmakjörnir
  · Sigríður Á. Andersen (D)
  · Svandís Svavarsdóttir (V)
  · Ágúst Ólafur Ágústsson (S)
  · Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P)
  · Brynjar Níelsson (D)
  · Kolbeinn Óttarsson Proppé (V)
  · Hanna Katrín Friðriksson (C)
  · Inga Sæland (F)
  · Lilja Dögg Alfreðsdóttir (B)
Uppbótar   
  · Þorsteinn Sæmundsson (M)
  · Björn Leví Gunnarsson (P)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert