Kjörsókn vænkast um 2% milli ára

Varhugavert er að fullyrða að kjörsókn sé á uppleið á …
Varhugavert er að fullyrða að kjörsókn sé á uppleið á ný, segir stjórnmálafræðingur mbl.is

Kjörsókn í alþingiskosningunum á laugardaginn nam 81,2% en alls greiddu 201.777 manns atkvæði af þeim 248.515 sem voru á kjörskrá.

Þetta er betri kjörsókn en í alþingiskosningunum 2016, sem var í sögulegu lágmarki, en þá greiddu einungis 79,2% þeirra sem voru að kjörskrá atkvæði.

Í fyrstu alþingiskosningunum eftir lýðveldisstofnun árið 1946 var kjörsókn 87,2%. Á árunum eftir það fór kjörsókn að aukast og náði hámarki árið 1956 þegar kjörsókn var 92,1%. Kjörsókn Íslendinga staðnaði eftir það í kringum 91% fram til kosninganna 1978 og hefur síðan þá farið minnkandi með undantekningu árið 1987, þegar kjörsóknin var 90,1%.

Mesta kjörsóknin núna var í minnsta kjördæminu en 83,1% þeirra sem voru á kjörskrá í Norðvesturkjördæmi kusu, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert