Birgitta kveður stjórnmálin

Birgitta Jónsdóttir.
Birgitta Jónsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég hef tekið þá ákvörðun að segja skilið við stjórnmálin í bili,“ segir Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, á facebooksíðu sinni í dag. Birgitta lét af þingmennsku í síðustu þingkosningum eftir að hafa lýst því yfir áður að síðasta kjörtímabil yrði hennar síðasta.

Eftir kosningarnar lýsti Birgitta því yfir á facebooksíðunni að þótt hún væri ekki lengur á Alþingi væri hún samt ekki hætt í pólitík. Þau ummæli leiddu til vangaveltna um það hvort hún yrði hugsanlega gerð að utanþingsráðherra ef Píratar yrðu í næstu ríkisstjórn landsins.

„Ég þakka öllum sem ég hef starfað með fyrir og á meðan ég var á þingi fyrir samstarfið,“ segir Birgitta enn fremur og bætir við að ef það þurfi að ná í hana sé hún í símaskránni auk þess sem hún bendir á vefsíðu sína www.birgitta.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert