Eru einfaldlega að ljúga

Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík.
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í Reykjavík. Ljósmynd/Aðsend

Þeir flokkar sem segja einfalt mál að leysa húsnæðisvanda borgarinnar eru einfaldlega að ljúga. Þetta sagði Dóra Björt Guðjóns­dótt­ir, oddviti Pírata, í Reykjavíkurborg í þættinum Vikulokunum á Rás 1 nú í morgun.

„Það hefur sýnt sig að það er mest hægt að byggja 1.000 íbúðir á ári og þeir sem segjast geta reist 4.000 íbúðir eru að ljúga,“ sagði Dóra Björt. Húsnæðisvandinn væri engu að síður alvarlegt mál sem þurfi að leysa.

Það er rétt að búið er að skipuleggja ótrúlegt magn af lóðum, en það er hægt að gera betur. Allir sem tala eins og það sé hægt að gera þetta með því að smella fingrum eru hins vegar ekki heiðarlegir.“

„Það eruð þið sem eruð flókin“

Björg Kristín Sigþórsdóttir, oddviti Höfuðborgarlistans, sagðist vera hneyksluð á því hvernig þeir sem séu við stjórnvölinn haga sér. „Það sem er flókið hér er kerfið sem þið eruð að stjórna. Það eruð þið sem eruð flókin,“ sagði hún.

Sjálf hafi hún rætt við byggingaverktaka sem fái ekki afgreiðslu. „Það hvorki gengur né rekur,“ sagði hún. „Við ætlum að einfalda skipulagið.“ Höfuðborgarlistinn ætli að breyta íbúðamálum og byggja 10.000 íbúðir.

Spurð hvernig Höfuðborgarlistinn ætli að gera þetta sagði hún þau ætla að bjóða lóðirnar út. „Það er hægt að byggja 2.500 íbúðir á ári,“ sagði Björg og Dóra Björt sagði það rangt hjá henni.

„Þetta er stjórnsýslan,“ sagði Björg. „Það hvorki gengur né rekur. „Við ætlum að bjóða þetta út á Evrópska efnahagssvæðinu eins og lög kveða á um. Það er hægt að byggja þetta í úthverfunum þar sem eru ódýrar lóðir,“ bætti hún við og kvaðst hafa rætt þetta við verktaka. „Af hverju þarf þetta að taka svona langan tíma?“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert