Rósa næsti bæjarstjóri í Hafnarfirði

Ný bæjarstjórn hefur verið mynduð í Hafnarfirði.
Ný bæjarstjórn hefur verið mynduð í Hafnarfirði. mbl.is

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn og óháðir í Hafnarfirði hafa komist að samkomulagi um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.

Ákveðið er að Rósa Guðbjartsdóttir verði bæjarstjóri, Ágúst Bjarni Garðarsson formaður bæjarráðs og Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar.

Í fréttatilkynningu sem flokkarnir sendu frá sér nú á sjöunda tímanum, kemur fram að verið sé að leggja lokahönd á málefnasamning nýs meirihluta sem kynntur verður stofnunum flokkanna og síðan opinberlega eftir helgi. Í samningunum sé þó „lögð áhersla á málefni fjölskyldunnar, eldri borgara og skilvirka þjónustu í þágu íbúa og fyrirtækja.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert