Ætla að flýta Borgarlínu

Logi Einarsson á fundinum í dag.
Logi Einarsson á fundinum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samfylkingin vill flýta uppbygginu Borgarlínu, lögfesta loftslagsmarkmið um 60 prósent samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda, hið minnsta, fyrir árið 2030 og hefja undirbúning á svokallaðri Keflavíkurlínu.

Þetta kom fram í ræðu Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, um kosningaáherslur flokksins fyrir alþingiskosningar í haust, sem haldinn var í Aur­ora basecamp í Hafnar­f­irði í dag. 

Mögulegt að ferðast án einkabíls 

„Við ætlum að hefja kraftmikla sókn gegn loftslagsbreytingum sem jafnast á við stærstu samfélagsverkefni 20. aldar, raflýsingu og hitaveitu, lagningu síma og þjóðvega,“ sagði Logi í ræðu sinni, „til þess þurfum við nýja nálgun og alvöruaðgerðir strax á öllum sviðum samfélagsins.“

Fleiri áherslumál flokksins í loftlagsmálum, sem er einn af fjórum köflum kosningastefnunnar, eru uppbygging Landlínu, heildstætt almenningsvagnanet svo einfaldur og raunhæfur kostur verði fyrir fólk að ferðast um Ísland án einkabíls.

mbl.is/Kristinn Magnússon

Kosningaáherslur Samfylkingarinnar bera yfirskriftina Betra líf – fyrir þig, þína fjölskyldu og komandi kynslóðir og skiptast í fjóra hluta: fjöl­skyld­ur í for­gang, sterk­ara sam­fé­lag, al­vöruaðgerðir í lofts­lags­mál­um og frjálst og fram­sækið Ísland.

Samfylkingin vill greiða fleiri fjölskyldum hærri barnabætur í hverjum mánuði þannig að barnafjölskyldur með meðaltekjur fái allt að 54.000 kr. í vasann mánaðarlega og hækka grunnlífeyri eldra fólks.

Boða hærri veiðigjöld 

Logi boðaði hærri veiðigjöld á íslensk útgerðarfélög og endurskoðun á fiskveiðistjórnunarkerfinu.

Þá leggur flokkurinn áherslu á haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna við Evrópusambandið, að stjórnarskrármálið verði klárað á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert