Þorsteinn gagnrýnir stefnu Viðreisnar

Þorsteinn Víglundsson, fyrrum þingmaður og ráðherra Viðreisnar, gagnrýnir viðsnúning í …
Þorsteinn Víglundsson, fyrrum þingmaður og ráðherra Viðreisnar, gagnrýnir viðsnúning í málefnum lífeyrismála hjá flokknum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þorsteinn Víglundsson, fyrrum félagsmálaráðherra og þingmaður Viðreisnar, gagnrýnir grundvallabreytingu í stefnu flokksins síns í lífeyrismálum sem samþykktar voru á nýliðnu  Landsþingi flokksins.

Þar er kveðið á um að grunnlífeyrir verði hækkaður um hundrað þúsund krónur á mánuði og að skerðingum vegna annarra tekna verði hætt. 

Trúverðugleiki flokksins undir 

Þetta segir Þorsteinn að muni kosta ríkissjóð hundrað milljarða króna á ári, um fimmtíu milljarða fyrir hvora aðgerð fyrir sig. 

„Það er hins vegar rétt að hafa það í huga að í hópi aldraðra er einnig að finna mjög vel stætt sem ekki þarf á framfærslu frá hinu opinbera að halda. Af 50 þúsund ellilífeyrisþegum í dag eru aðeins um 1.500 sem aðeins fá greiðslur frá Tryggingastofnun en 35 þúsund með blandaðar greiðslur og 12.500 aðeins með greiðslur frá lífeyrissjóðum, þ.e. tekjur þeirra hafa skert opinberan ellilífeyri að fullu,“ sagði Þorsteinn í færslu á Facebook í gær. 

Hann segir almenna hækkun lífeyris og afnám skerðinga því ómarkvissa og dýra leið til að bæta kjör hinna verst stöddu. 

„Hvernig má vera að flokkur sem gagnrýndi harðlega aðra flokka fyrir fjórum árum síðan fyrir slíka stefnu og yfir að greina ekki frá kostnaði við slíka breytingu, hefur nú tekið slíka stefnu upp á skína arma? Í mínum huga liggur hér trúverðugleiki flokksins undir,“ sagði Þorsteinn.

Þorsteinn telur trúverðugleika flokksins undir.
Þorsteinn telur trúverðugleika flokksins undir. Skjáskot af Facebook
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert