Húsnæðismarkaðurinn

Hækkunin aðeins meiri í Hong Kong

11.7. Ísland er í öðru sæti á lista gagnagrunnsins Global Property Guide, sem skoðar húsnæðisverð í heiminum fyrstu þrjá mánuði ársins. Hong Kong er í fyrsta sætinu en kínverska borgin Shanghai í því þriðja. Meira »

Startlán hugsanlegt úrræði

4.7. „Startlánin eru kannski sú lausn sem að við þurfum á að halda í þessum vanda sem fólk stendur frammi fyrir í dag,“ segir Hrafnhildur Sif Hrafnsdóttir, markaðsstjóri Íbúðalánasjóðs. Startlán eru úrræði sem Norðmenn hafa notað til að bregðast við vanda fyrstu kaupenda. Meira »

Hugnast ekki gámabyggð

30.6. Ilmur Kristjánsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir það ekki rétt að aldrei hafi verið fleiri á biðlista eftir félagslegum íbúðum en nú, en árið 2003 hafi þeir verið jafn margir og í dag. Meira »

Vill byggja gámabyggð

30.6. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, segir meirihluta borgarstjórnar hafa brugðist í húsnæðismálum allt frá 2010. Hún vill skoða byggingu gámabyggðar fyrir farandverkafólk og uppbyggingu fjölda lítilla félagslegra íbúða í úthverfum borgarinnar til að bregðast við vandanum. Meira »

Starfshópur fundaði í fyrsta sinn

21.6. Fyrsti fundur starfshóps vegna sameiginlegrar húsnæðisáætlunar fyrir Austurland var haldinn í gær. Í hópnum eru sjö fulltrúar, bæði bæjar- og sveitarstjórar úr landshlutanum. Meira »

Hátt í 4.000 íbúðir á Ártúnshöfða

7.6. Samstarfsyfirlýsing um uppbyggingu á Ártúnshöfða vestan Breiðhöfða var undirrituð í dag. Svæðið sem samkomulagið nær til er 273.000 fermetrar og er gert ráð fyrir að á þetta svæði geti komið 3.000 til 4.000 nýjar íbúðir. Meira »

Ríkislóðum verði komið í byggð

2.6. Aðgerðahópur ríkisstjórnarinnar kynnti í dag Húsnæðissáttmála. Sáttmálinn felur í sér 14 sérstakar og almennar aðgerðir til að bregðast við því neyðarástandi sem ríkir á húsnæðismarkaði. Meðal þeirra aðgerða sem kynntar voru í dag er að ríkislóðum á höfuðborgarsvæðinu verði komið í byggð. Meira »

„Man ekki eftir svona mikilli hækkun“

2.6. Fasteignamat íbúðahúsnæðis á Húsavík hækkar um 42,2% fyrir árið 2018 samkvæmt nýju fasteignamati Þjóðskrár Íslands sem birt var í dag. Ingi Finnsson, sviðstjóri mats- og hagsviðs stofnunarinnar, segir að um sé að ræða raunhækkun verðs á svæðinu og að svona mikill hækkun sé einstök. Meira »

Gjaldtaka borgarinnar ólögmæt?

29.5. Færa má sterk rök fyrir því að innheimta Reykjavíkurborgar á svokölluðum innviðagjöldum sé ólögmæt. Þetta kemur fram í minnisblaði sem lögmannsstofan LEX vann fyrir Samtök iðnaðarins og hefur nú verið opinberað. Meira »

Aðeins 43% þiggja húsaleigubætur

18.5. 17% þjóðarinnar eru á leigumarkaði en 70% í eigin húsnæði. Leigumarkaðurinn hefur stækkað síðustu ár en árið 2008 voru 12% þjóðarinnar á leigumarkaði. Þetta er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum viðhorfskönnunar Íbúðalánasjóðs meðal almennings um stöðu húsnæðismála. Meira »

Um 350 íbúðir á lóð Heklu

3.5. Umtalsverð fjölgun íbúða og þjónustuhúsnæðis er fyrirhuguð við ofanverðan Laugaveg á athafnasvæði Heklu við Laugaveg og Brautarholt. Gert er ráð fyrir að fjöldi íbúða á svæðinu geti verið 320 – 350 íbúðir. Meira »

Íbúðaverð eins og árið 2007

20.4. Síðustu mánuði hafa tengsl milli þróunar launa og húsnæðis rofnað og hefur húsnæðis- og leiguverð hækkað mun hraðar en laun.  Meira »

Samningur vegna Vesturbugtar

18.4. Skrifað var undir samning í dag um uppbyggingu í Vesturbugt við gömlu höfnina í Reykjavík. Byggðar verða 176 íbúðir ásamt verslunar- og þjónustuhúsnæði. Meira »

Nýr íbúðakjarni á Kársnesi

12.4. Fyrsta skóflustunga að nýjum íbúðakjarna við Hafnarbraut 9–15 á Kársnesi í Kópavogi var tekin á föstudaginn. Þar munu rísa 78 nýjar íbúðir, auk þess sem gerðar verða upp 39 íbúðir sem þar eru fyrir. Meira »

Yfir 500 íbúðir í Breiðholti og Árbæ

8.4. Í Breiðholt og Árbænum eru 567 nýjar íbúðir í undirbúningi, samkvæmt drögum að húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar. 350 íbúðir eru í formlegu skipulagsferli. Þar af eru 200 á reitnum Norðlingaholt-Elliðabraut. Meira »

Hvernig nýtist séreignarsparnaðurinn?

5.7. Hinn 1. júlí tóku í gildi lög um stuðning til kaupa á fyrstu íbúð. Lögin fela í sér heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði, skattfrjálst, til kaupa á fyrstu íbúð. Meira »

Í góðum málum sem eiga fasteign

4.7. „Þessi niðurstaða sýnir bara svolítið svart á hvítu að þjóðfélagið virðist vera í raun tvískipt. Það eru þeir sem að eiga fasteign og eru bara þar með í góðum málum, og svo eru það hinir,“ segir hagfræðingur. Meira »

Heimilislaus með tvær dætur

30.6. „Við erum bara búnar að vera að lenda í að þurfa að flytja endalaust,“ segir Guðbjörg Sigríður Snorradóttir, sem hefur neyðst til þess að flytja ítrekað síðastliðin ár, úr einni leiguíbúð í aðra. Meira »

Hagstæð verðtryggð lán hækka íbúðaverð

28.6. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir hagstæð kjör á verðtryggðum lánum eiga þátt í hækkandi fasteignaverði. „Það er auðveldara að standast greiðslumat á 40 ára verðtryggðu jafngreiðsluláni en á óverðtryggðu láni. Meira »

Fasteignaviðskiptum hefur fækkað

14.6. Þróun fjölda fasteignaviðskipta hefur verið heldur á niðurleið síðustu mánuði, sérstaklega hvað fjölbýli varðar. Þá hefur hægt töluvert á veltu fasteignaviðskipta frá því í nóvember. Meira »

Húsnæðismarkaðurinn brugðist í tvígang

2.6. Til stendur að halda húsnæðisþing í október og sérstakur verkefnastjóri mun fylgja í því eftir næstu árin að tryggja framkvæmd 14 skrefa aðgerðaáætlunar varðandi húsnæðismarkað. Félagsmálaráðherra segir markmiðið að koma í veg fyrir að húsnæðismarkaðurinn bregðist aftur. Meira »

Verðmat sumarbústaða hækkar um 38,7%

2.6. Fasteignamat sumarbústaða á landinu hækkaði um 38,7% í nýju mati sem kynnt var í dag, en ástæða þessarar miklu hækkunar er ný matsaðferð. Algeng hækkun er um 40% en mikill fjöldi hækkar um 40-100% og þó nokkur dæmi um sumarhús sem hækka þrefalt, eða um yfir 200%. Meira »

Leiguverð hækkað um 73,8% frá 2011

30.5. Leiguverð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um tæplega 74% frá því í janúar 2011. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóðskrá Íslands. Meira »

Húsnæðisverð drífur áfram verðbólgu

29.5. Verðbólguþróun hér á landi ræðst eftir húsnæðisverði og ef ekki væri fyrir hækkanir á þeim markaði hefði orðið verðhjöðnun hér á landi á síðasta ári. Meira »

Sér hættumerki á húsnæðismarkaði

6.5. Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics, hvetur fólk sem íhugar kaup á fasteignum til að sýna varkárni.   Meira »

77 milljarða króna framkvæmd

21.4. Uppsteypa á fyrstu íbúðarbyggingunni sem rís á Hlíðarenda í Vatnsmýri er langt komin. Í byggingunni verða 40 íbúðir af ýmsum stærðum og gerðum. Jarðvegsvinna við lagningu gatna og lagna í hverfinu er einnig í fullum gangi. Áætlanir gera ráð fyrir að uppbygging á Hlíðarenda muni kosta um 77 milljarða króna. Meira »

Húsnæðisverð hækkað um 21%

18.4. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu var 552,1 stig í mars 2017 og hækkaði um 2,7% frá fyrri mánuði. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 7,1%, síðastliðna 6 mánuði hækkaði hún um 12,3% og síðastliðna 12 mánuði hækkaði hún um 20,9%. Meira »

Hugmyndaleit vegna Skerjafjarðar

15.4. Vegna nýs 800 íbúða hverfis sem er fyrirhugað í Skerjafirði ætlar Reykjavíkurborg að efna til útboðs á mismunandi deiluskipulagsreitum hverfisins. Hugmyndaleit er í gangi þar sem leitað er til valdra arkitektastofa til þess að fá hugmynd um hvernig hverfið gæti liðið út. Meira »

Uppsafnaður mismunur er 4.600 íbúðir

11.4. Uppsafnaður mismunur á framboði og eftirspurn íbúðarhúsnæðis er um 4.600 íbúðir. Þetta er niðurstaða greiningar Íbúðalánasjóðs, sem sjóðurinn hefur unnið að beiðni Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra. Meira »

Næstum 8.000 íbúðir í undirbúningi

7.4. Fjöldi nýrra íbúða er fyrirhugaður í Elliðaárvogi, Grafarvogi og Úlfarsárdal á næstu árum, eða 7.680. Þetta kemur fram í drögum að húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar sem voru kynnt á þriðjudag. Meira »