Kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík

Útilokar ekki að United Silicon verði sett í þrot

15.11. Bankastjóri Arion banka útilokar ekki að United Silicon verði sett í þrot í byrjun næsta mánaðar. Þetta hefur fréttastofa RÚV eftir Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka. Meira »

Þórður ráðinn forstjóri United Silicon

2.11. Helgi Þórhallsson hefur látið af störfum sem forstjóri United Silicon og Þórður Magnússon verið ráðinn í hans stað. Þórður hefur að undanförnu gegnt stöðu aðstoðarforstjóra fyrirtækisins. Meira »

Ekki stóra svarið við lyktarvandanum

11.10. Rannsókn á lyktarvanda kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík er hvergi nærri lokið og skýrsla NILU, norsku loftgæðastofnunarinnar, er aðeins fyrsta skrefið í því ferli segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðamálum hjá Umhverfisstofnun. Meira »

Mæla með frekari mælingum á 2 efnum

11.10. Um 200 efnasambönd mældust í rannsókn NILU á loftgæðum við verksmiðju United Silicon í Helguvík. Ekki sé hægt að benda með óyggjandi hætti á að eitthvað eitt efnið hafi valdið lyktinni sem komið hefur frá verksmiðjunni, en mælt er með frekari mælingum á formaldehýði og anhýdríðum. Meira »

Loftgæðaskýrslan barst á föstudag

8.10. Skýrsla með niðurstöðum úr rannsókn sem norska loftgæðastofnunin, NILU, gerði á loftgæðum við verksmiðju United Silicon í sumar barst Umhverfisstofnun á föstudag að sögn Einars Halldórssonar, sérfræðings á sviði samþættingar hjá stofnuninni. Skýrslan verður líklega opinberuð almenningi í vikunni. Meira »

Eignir Magnúsar kyrrsettar

26.9. Beiðni stjórnar United Silicon um að kyrrsetja eignir Magnúsar Garðarssonar, stofnanda og fyrrverandi forstjóra United Silicon, hefur verið samþykkt hjá sýslumanni. Meira »

Hafa ekki afskrifað skuldir United Silicon

21.9. Reykjanesbær hefur hvorki afskrifað né fært niður skuldir United Silicon vegna gatnagerðargjalda sem nema nú um 170-180 milljónum króna. Þá eru engar skuldir tilkomnar vegna áforma Thorsil um að reisa kísilverksmiðju í Helguvík. Meira »

„Með skítugustu brögðum sem ég hef séð“

12.9. Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon, segir óvægna fjölmiðlaumfjöllun í hans garð, síðustu tvo daga, bæði hafa skaðað fjölskyldu hans og 24 hluthafa aðra í félaginu. Meira »

Kæra fyrrverandi forstjóra

11.9. Stjórn United Silicon hefur í samráði við lögmann félagsins og aðstoðarmann í greiðslustöðvun sent kæru til embættis héraðssaksóknara um mögulega refsiverða háttsemi fyrrverandi forstjóra og stofnanda United Silicon. Meira »

Nýtt fólk ráðið til United Silicon

5.9. United Silicon hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna heimildar til greiðslustöðvunar fyrirtækisins til 4. desember. Þar kemur fram að Helgi Jóhannesson hrl. hafi verið ráðinn aðstoðarmaður í greiðslustöðvun og hefur Héraðsdómur Reykjaness staðfest þá ráðningu. Meira »

Engar uppsagnir fyrirhugaðar

4.9. Hvorki er búið að meta kostnað né fjármagna endurbætur á kísilverksmiðjunni United Silicon svo starfsemi geti hafist að nýju, að sögn Kristleifs Andréssonar stjórnanda öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon. Allir 85 starfsmenn verksmiðjunnar mættu til vinnu í dag. Meira »

Ráðast í endurbætur og setja svo í gang

1.9. „Við förum yfir bréfið og bregðumst við eftir helgina,“ segir Kristleifur Andrésson, upplýsingafulltrúi United Silicon, í samtali við mbl.is spurður út í viðbrögð við ákvörðum Umhverfisstofnunar um að stöðva starfsemi verksmiðjunnar í Helguvík. Meira »

Húsin of há og höfundur spár á huldu

1.9. Dönsk verkfræðistofa sem í umhverfismati United Silicon var sögð ábyrg fyrir loftdreifingarspá bað Skipulagsstofnun um að fjarlægja nafn sitt úr henni þar sem ekkert benti til þess að hún hefði unnið það. Húsin í Helguvík reyndust allt að 13 metrum hærri en gert var ráð fyrir í matsskýrslu. Meira »

United Silicon bað um lengri frest

30.8. Stjórnendur United Silicon fóru fram á það að athugasemdafrestur þeirra vegna áforma um stöðvun starfseminnar yrði framlengdur um viku. Á það féllst Umhverfisstofnun ekki en fallist var á að framlengja frestinn um sólarhring. Um 200 kvartanir vegna mengunar hafa borist frá því á laugardag. Meira »

Gefa hvorki upp magn né kaupendur

30.8. Stjórnendur United Silicon í Helguvík vilja ekki gefa upp hversu mikinn kísil búið er að framleiða í verksmiðju þeirra frá því að hún var gangsett í nóvember á síðasta ári. Fyrirtækið gefur heldur ekki upp hverjir kaupendur kísilsins eru að öðru leyti en því að þeir séu í Evrópu. Meira »

Undirbúa tillögur um endurbætur

4.11. Enn er unnið að tillögum um endurbætur á kísilveri United Silicon í Helguvík til að draga úr mengun. Stjórnendur fyrirtækisins hafa farið yfir drög norsku ráðgjafanna hjá Multiconsult og nú liggur fyrir að útfæra þær, forgangsraða aðgerðum og kostnaðarmeta. Meira »

Arion kærir einnig

13.10. Arion banki sendi í vikunni kæru til héraðssaksóknara um mögulega refsiverða háttsemi Magnúsar Garðarssonar, fyrrverandi forstjóra og stofnanda kísilvers United Silicon í Helguvík. Meira »

Mikið verk enn óunnið hjá United Silicon

11.10. Skýrsla NILU, norsku loftrannsóknastofnunarinnar, er mikilvægt gagn í vinnu við að koma kísilverksmiðju United Silicon í rekstrarhæft horf. Karen Kjartansdóttur, talsmaður United Silicon segir mikið verk þó enn vera óunnið. Meira »

Loftgæðaskýrslan líklega kynnt á miðvikudag

9.10. Umhverfisstofnun mun líka þurfa morgundaginn til að fara yfir skýrslu norsku loftgæðastofnunarinnar NILU á loftgæðum við verksmiðju United Silicon í sumar. Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun, segir stofnunina ekki tjá sig um málið fyrr Meira »

Krefjast lögbanns á yfirtöku Arion

26.9. Fjórir hluthafar í United Silicon, sem haldið hafa á um 46% hlut í félaginu, lögðu í dag fram lögbannskröfu á hendur Arion banka vegna töku bankans á veðsettu hlutafé í félaginu. Þetta staðfestir hæstaréttarlögmaðurinn Þorsteinn Einarsson í samtali við mbl.is. Meira »

Segja tryggar ábyrgðir fyrir greiðslum

22.9. Landsvirkjun segir að alla jafna sé fyrirtækið í viðræðum við marga aðila sem hafi áhuga á að kaupa rafmagn og því séu engar áhyggjur af því að geta ekki ráðstafað orkunni sem sé seld til United Silicon fari allt á versta veg. Þá séu tryggar ábyrgðir fyrir greiðslum frá United Silicon. Meira »

Taka yfir 98% hlut í United Silicon

20.9. Arion banki og fimm lífeyrissjóðir hafa tekið yfir 98,13% hluta United Silicon. Ákvörðunin var tekin á hlutahafafundi félagsins sem fór fram í gær. Meira »

Magnús Ólafur: „Bull og vitleysa“

12.9. „Þetta er ekki skemmtilegt og þetta er ekki satt,“ segir Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi United Silicon, spurður hvað honum finnist um þá kæru sem lögð hefur verið fram á hendur honum. Hann ræddi stuttlega við mbl.is nú í dag. Meira »

Skoða bæði framtíð og fortíð

11.9. Eftir að heimild til greiðslustöðvunar fyrir United Silicon var samþykkt af kröfuhöfum og síðar héraðsdómi hafa núverandi stjórnendur úr hópi kröfuhafa látið hefja skoðun á samningum sem gerðir hafa verið samhliða því að huga að framtíðarrekstri fyrirtækisins. Meira »

„Á tánum“ vegna United Silicon

5.9. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur er „alveg á tánum“ vegna stöðunnar í kísilveri United Silicon og fylgist gaumgæfilega með framvindunni. Fyrirtækið hefur hingað til staðið við gerða kjarasamninga, en formaður verkalýðsfélagsins segist uggandi yfir stöðu mála. Meira »

Vill fá úttekt á máli United Silicon

3.9. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar ætlar í næstu viku að leggja fram beiðni um að Alþingi feli Ríkisendurskoðun að gera úttekt á því hvernig staðið var að ákvörðunum um starfsleyfi fyrir kísilver United Silicon í Helguvík, eftirfylgni og aðkomu ríkisins að málefnum fyrirtækisins Meira »

Starfsemi United Silicon stöðvuð

1.9. Umhverfisstofnun hefur ákveðið að stöðva rekstur United Silicon. Þetta kemur fram í tilkynningu til fjölmiðla á níunda tímanum í kvöld. Meira »

Greiðslustöðvun verði framlengd

31.8. Kröfuhafar United Silicon samþykktu í dag að óskað yrði eftir framlengingu á greiðslustöðvun félagsins svo að freista megi þess að finna lausn á vanda þess. Meira »

Björt segir ástandið grafalvarlegt

30.8. Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra segir ástsandið í Reykjanesbæ vegna „mengandi stóriðjunnar í Helguvík“ grafalvarlegt. Hún segist enga afslætti gefa á mengunarstöðlum og lýðheilsuviðmiðum. Meira »

Vöknuðu til að loka gluggum

29.8. Íbúar í Reykjanesbæ vöknuðu í nótt til að loka gluggum sínum vegna svækju sem talin er berast frá kísilveri United Silicon í Helguvík. Í morgun braust brælan inn þegar fólk opnaði útidyrnar hjá sér. Meira »