Kísilverksmiðja United Silicon í Helguvík

Vilja stöðva rekstur kísilverksmiðjunnar

17.8. Bæjarráð Reykjanesbæjar telur nauðsynlegt að rekstur Kísilmálverksmiðju United Silicon verði stöðvaður hið fyrsta, að minnsta á meðan unnið er að nauðsynlegum úrbótum. Þetta kemur fram í bókun bæjarráðs í dag. Meira »

Reykjarmökkur barst frá Helguvík

16.8. Talsverður reykjarmökkur barst frá verksmiðju United Silicon í Helguvík fyrr í dag. Upplýsingafulltrúi fyrirtækisins segir að umræddur reykur sé í raun ryk og að hann sé skaðlaus. Meira »

„Verið notað sem tilraunadýr í 9 mánuði“

11.8. „Fólk hefur verið notað sem tilraunadýr í 9 mánuði. Þetta snýst ekkert um upplifun fólksins eingöngu, að þetta sé vond lykt og menn fitji upp á trýnið, þetta snýst um líkamleg einkenni. Fólk er að kvarta undan sárindum í hálsi og það er með þrútin og rauð augu. Meira »

United Silicon setur í gang eftir helgi

28.7. Regnbogaofn kísilmálmsmiðju United Silicon verður ræstur strax eftir helgi að sögn Kristleifs Andréssonar, upplýsingafulltrúa United Silicon. Viðgerðir hafa staðið yfir að undanförnu eftir að 1.600 gráðu heitur kísilmálmur lak niður á gólf svo skemmdir urðu á gólfi og rafmagni. Meira »

Starfsemin ekki komin í gang

24.7. Starfsemi kísilmálmsmiðju United Silicon í Helguvík er ekki enn farin í gang. Endurhönnun á töppunarpalli og sumarleyfi hafa tafið framkvæmdir. Að sögn Kristleifs Andréssonar, yfirmanns öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon, er vonast til að ofninn fari í gang á fimmtudag. Meira »

Viðgerðum ekki lokið

19.7. Starfsemi kísilmálmsmiðju United Silicon í Helguvík er ekki farin af stað aftur eftir að 1.600 gráðu heitur kísilmálmur lak niður á gólf þegar ker sem verið var að tappa á yfirfylltist aðfaranótt mánudags. Sumarleyfi fyrirtækja sem þjónusta verksmiðjuna hafa áhrif á viðgerðir. Meira »

Eldur í kísilverinu í Helguvík

17.7. Eldur kom upp í kísilveri United Silicon í Helguvík rétt fyrir klukkan þrjú í nótt. Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var sent á staðinn, auk lögreglu að því er fram kemur á vef Víkurfrétta. Meira »

Ofninn verið án vandræða

5.6. Engin frekari vandamál hafa komið upp síðan ljós­boga­ofn kís­il­verk­smiðju United Silicon hf. í Helgu­vík var gangsettur að nýju þann 25. maí, eftir að rafskaut ofnsins hafði brotnað með þeim afleiðingum að hann stöðvaðist. Meira »

Ofninn gangsettur að nýju

25.5. Ljósbogaofn kís­il­málm­verk­smiðju United Silicon í Helgu­vík var gangsettur að nýju í gærkvöldi eftir að hafa stöðvast á þriðjudagskvöld vegna þess að eitt af rafskautum ofnsins brotnaði. Meira »

Ofn United Silicon gangsettur

21.5. Verið er að gangsetja ljósbogaofn kísilverksmiðju United Silicon hf. í Helguvík. Að sögn Kristleifs Andréssonar, stjórnanda öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon, mun gangsetningin taka allt frá hálfri klukkustund til tveggja klukkustunda. Meira »

Mótmæla endurræsingu United Silicon

20.5. Íbúasamtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík krefjast þess að kísilverksmiðja United Silicon verði ekki ræst aftur, jafnvel þótt um tímabundna gangsetningu vegna gagnaöflunar sé að ræða. Meira »

Fara yfir allar ráðstafanir United Silicon

11.5. Umhverfisstofnun fer nú yfir þær tvær stöðuskýrslur sem stofnunin hefur fengið sendar varðandi kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Sviðstjóri hjá Umhverfisstofnun segir sérfræðinga stofnunarinnar vera að fara yfir skýrslurnar í samstarfi við norska ráðgjafafyrirtækið Norconsult. Meira »

Ofninn ekki ræstur í þessari viku

4.5. Enn liggur ekki fyrir hvenær ljós­boga­ofn kís­il­málmsmiðju United Silicon verður ræst­ur aft­ur. Stjórn­andi ör­ygg­is- og um­hverf­is­mála hjá United Silicon, segir það þó örugglega ekki verða í þesari viku. Unnið hefur verið að miklum lagfæringum og breytingum frá því að slökkt var á ofninum. Meira »

Mat á umhverfisáhrifum hugsanlega endurskoðað

26.4. Til skoðunar er hjá Skipulagsstofnun hvort erfiðleikar kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík kalli á aðgerðir af hálfu stofnaninnar. Fram kemur á fréttavef Ríkisútvarpsins að til greina komi að endurskoða mat á umhverfisáhrifum verksmiðjunnar. Meira »

Í biðstöðu þar til lykt verður lágmörkuð

26.4. Ekki er enn komin nein dagsetning á það hvenær ljósbogaofn kísilmálmsmiðju United Silicon verður ræstur aftur, en það verður þó örugglega ekki í þessari viku. Þetta segir Kristleifur Andrésson, stjórnandi öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon. Meira »

Hafa lagt milljarða í United

17.8. Festa lífeyrissjóður, Frjálsi lífeyrissjóðurinn og Eftirlaunasjóður félags íslenskra atvinnuflugmanna (EFÍA) hafa fjárfest fyrir samtals 2.166 milljónir í United Silicon. Meira »

Diplómatar á Kúbu missa heyrn

11.8. Kanadíska utanríkisráðuneytið er nú með til rannsóknar hvað olli því einn af sendiráðsstarfsmönnum kanadíska sendiráðsins á Kúbu fékk skyndilega höfuðverk og missti heyrn. Stutt er síðan bandarísk stjórnvöld greindu frá því að starfsmenn sendiráðs Bandaríkjanna á Kúbu hefðu fundið fyrir skrýtnum líkamlegum einkennum. Meira »

Endurskoði afstöðu sína til United Silicon

29.7. Samtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík biðla til hluthafa, fjárfesta stóriðju og annarra hagsmunaaðila að endurskoða afstöðu sína til frekari fjárveitinga til stóriðju í Reykjanesbæ. Þetta kemur fram í tilkynningu sem samtökin sendu frá sér síðdegis. Meira »

Greiða milljarð innan tíu daga

26.7. „Þetta er rúmlega 200 blaðsíðna dómur. Við verðum að fá tíma til að lesa hann yfir og fara yfir hann. Áður verður ekkert hægt að segja,“ segir Kristleifur Andrésson, upplýsingafulltrúi United Silicon, kísilversins í Helguvík. Meira »

Ofninn líklega í gang upp úr helgi

20.7. „Við vonum að við getum fari í gang upp úr helginni,“ segir yf­ir­maður ör­ygg­is- og um­hverf­is­mála hjá United Silicon, spurður hvenær starf­semi geti hafist að nýju. Ofninn hefur ekki verið ræstur aft­ur eft­ir að 1.600 gráðu heit­ur kís­il­málm­ur lak niður á gólf 17. júlí sl. Meira »

Þjálfun slökkviliðsins skilaði sér

17.7. Þeir starfsmenn kísilmálmsmiðju United Silicon í Helguvík sem voru á vakt í nótt brugðust hárrétt við. Kristleifur Andrésson, yfirmaður öryggis- og umhverfismála, segir atvikið sýna að sú þjálfun sem starfsmenn hafi fengið hjá slökkviliði í viðbrögðum við eldi sé að skila sér. Meira »

Verksmiðjan greiði fyrir skaðann

13.6. „Það er sett niður verksmiðja en forsendur og lýsingin á áhrifunum eru ekki í samræmi við raunveruleikann. Þá er spurningin, hver á rétt á hreina loftinu, almenningur sem var þarna fyrir eða verksmiðjan?“ segir Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands. Meira »

United Silicon fékk 30 m. í ríkisstyrki

30.5. Kísilmálmsmiðja United Silicon hlaut um 30 milljónir króna í ríkisaðstoð á árunum 2015-2016. Þetta kom fram í svari Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttur, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, við fyrirspurn frá Einari Brynjólfssyni, þingmanni Pírata, á Alþingi í dag. Meira »

20 ábendingar um lyktarmengun

24.5. Um 20 ábendingar hafa borist Umhverfisstofnun síðustu daga vegna lyktarmengunar frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Ljósbogaofn verksmiðjunnar var gangsettur á sunnudag en ofninn hefur verið úti frá því klukkan hálfátta í gærkvöldi vegna skautbrots. Meira »

Áfram fylgst náið með ofninum

21.5. „Breytingarnar sem hafa verið gerðar eiga meðal annars að skila því að óæskilegar lofttegundir eyðist frekar og skili sér síður út í andrúmsloftið,“ segir Sigrún Ágústsdóttir, sviðstjóri á Umhverfisstofnun. Stefnt er að gang­setn­ingu regnbogaofns kís­il­mál­verk­smiðju United Silicon hf. í Helgu­vík í dag kl. 16, með samþykki Um­hverf­is­stofn­un­ar. Meira »

Ofn United Silicon ræstur á sunnudag

19.5. Stefnt er að gangsetningu ofns kísilmálverksmiðju United Silicon hf. í Helguvík sunnudaginn 21. maí kl. 16, með samþykki Umhverfisstofnunar Meira »

Kærðu starfsleyfi fyrir Thorsil

5.5. Landvernd, Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands og Ellert Grétarsson náttúruljósmyndari í Reykjanesbæ kærðu nýverið starfsleyfi Umhverfisstofnunar til handa kísilmálmverksmiðju Thorsil í Helguvík. Meira »

13 metrum hærri en deiliskipulag leyfir

28.4. Byggingar sem bætt var inn á lóð United Silicon eftir að skýrsla um umhverfismat var gerð eru ekki í samræmi við þær deiliskipulagsbreytingar sem bæjaryfirvöld Reykjanesbæjar halda fram að jafngildi tilkynningu um breytingar á umhverfismati. Hærri byggingin er 13 metrum hærri en deiliskipulag leyfir. Meira »

„Verulega safarík“ ákvæði í samningi

26.4. Einar Brynjólfsson, þingmaður Pírata, spurði Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, ráðherra ferðamála út í „verulega safarík“ ákvæði um afslætti og ívilnanir í samningi sem ríkið gerði við United Silicon árið 2014. Meira »

Stöðva starfsemi United Silicon

26.4. Umhverfisstofnun ákvað með bréfi í gær að stöðva starfsemi Sameinaðs Sílikons. Rekstraraðila verður ekki heimilt að gangsetja ljósbogaofn verksmiðjunnar nema að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar til frekari greiningar á lyktarmengun. Meira »