Kóngafólk í fjölmiðlum

Hinrik prins á sjúkrahúsi

14.8. Hinrik prins, eiginmaður Margrétar Þórhildar Danadrottningar, hefur verið lagður inn á sjúkrahús í Kaupmannahöfn.  Meira »

Ýtti stjúpmóður sinni niður stiga

11.8. Í nýrri heimildarmynd um Raine Spencer, stjúpmóður Díönu prinsessu, kemur fram að prinsessan hafi meðal annars ýtt Spencer niður stiga í bræði sinni. Meira »

Hinrik prins vísar skilnaðarsögum á bug

10.8. Hinrik prins hefur heldur betur fengið Dani til þess að klóra sér í höfðinu síðustu daga með yfirlýsingum um eiginkonu sína. Hann vísar hinsvegar skilnaðarsögum á bug. Meira »

„Það er hún sem hefur haft mig að fífli“

8.8. „Konan mín hefur ekki sýnt mér þá virðingu sem venjuleg kona sýnir eiginmanni sínum,“ segir Hinrik prins í viðtali. Ákvörðun hans að láta ekki jarðsetja sig við hlið Margrétar Danadrottningar hefur valdið miklum usla. Meira »

Sögðu drottningarmanninn látinn

2.8. „EKKI BIRTA, EKKI BIRTA, EKKI BIRTA Filippus prins, hertoginn af Edinborg, er látinn xx.“ Þannig var fyrirsögn á frétt sem breska blaðið Daily Telegraph birti á vef sínum í morgun. Meira »

Karl sagði að hann ætti rétt á hjákonu

31.7. Í nýrri heimildarmynd um Díönu prinsessu kemur fram að Karli Bretaprinsi hafi fundist það sjálfsagt að halda fram hjá.   Meira »

Höfðu ekki séð móður sína í mánuð

24.7. Vilhjálmur og Harry höfðu ekki séð Díönu prinsessu í nærri mánuð áður en hún dó í bílslysi í ágúst 1997.   Meira »

Georg prins fjögurra ára (myndir)

22.7. Litla sjarmatröllið Georg prins fagnar fjögurra ára afmæli í dag. Í tilefni dagsins sendi konungsfjölskyldan frá sér ljósmynd af drengnum. Á henni má sjá brosleitan verðandi konung Bretlands. Meira »

Búin að fá sér nýjan konunglegan hund

5.7. Búið er að fylla í skarð hundsins Ziggy sem Friðrik krónprins og Mary krónprinsessa fengu í brúðkaupsgjöf. Ziggy drapst fyrr á árinu. Meira »

Englandsdrottning fær 78% meiri styrk frá ríkinu

28.6. Elísabet Englandsdrottning fær 76,1 milljón punda í fjárveitingar frá ríkinu á þessu ári eða því sem nemur 10,2 milljörðum íslenskra króna. Þetta er 78% hækkun milli ára en á síðasta ári fékk hún 42,8 milljónir punda frá ríkinu. Meira »

Hefur ekki áhuga á að verða konungur

22.6. Enginn í bresku konungsfjölskyldunni hefur áhuga á að verða konungur eða drottning, segir Harry prins í viðtali við bandaríska tímaritið Newsweek. Hann tekur hins vegar fram að fjölskyldan muni takast á við þær skyldur sínar þegar að því kemur. Meira »

Sló bóndason til riddara með blaðlauk

16.6. Camilla Parker Bowles tók þátt í fíflagangi manns sem þóttist vera bóndi. Það endaði með því að eiginkona Karls Bretaprins sló hann til riddara með blaðlauk. Maðurinn var sáttur eftir atvikið. Meira »

Óskaði þess að vera með lotugræðgi

9.6. Sarah Ferguson óskaði þess að verða jafn mjó og Díana prinsessa. Hún komst hins vegar aldrei á það andlega stig að fá lotugræðgi eins og Díana. Meira »

Danadrottning hélt upp á gullbrúðkaupið

6.6. Margrét Danadrottning og Hinrik prins áttu 50 ára brúðkaupsafmæli á laugardaginn. Höllin gaf út stutt myndband frá deginum þar sem Hinrik sést meðal annars kyssa Margréti. Meira »

Steldu stílnum fyrir 274 þúsund krónur

31.5. Á síðasta ári klæddist Katrín, hertogaynja af Cambridge, sérsaumuðum Dolce & Gabbana-kjól í opinberri heimsókn. Nú geta kaupglaðir aðdáendur Katrínar tekið gleði sína, en kjóllinn er kominn á markað og kostar 274 þúsund krónur. Meira »

Bréf drottningar um lát Díönu opinberað

14.8. Sex dögum eftir að Díana prinsessa lést ritaði Elísabet Englandsdrottning bréf þar sem hún tjáði sig um missinn.   Meira »

Friðrik krónprins leiður vegna föður síns

10.8. Svo virðist sem Hinrik prins geti ekki leitað huggunar hjá syni sínum, Friðriki krónprins, eftir fjölmiðlafár síðustu viku. Hann segist virkilega leiður vegna ákvörðunar föður hans að verða ekki jarðsettur við hlið Margrétar Danadrottningar. Meira »

Lýsir yfir stuðningi við drottninguna

9.8. Það hefur verið „ótrúlega dapurlegt“ að fylgjast með ummælum Hinriks prins undanfarna daga og þeim orðum sem hann hefur látið falla um eiginkonu sína Margréti Þórhildi Danadrottningu. Þetta segir Kristian Thulesen Dahl formaður Danska Þjóðarflokksins. Meira »

Ekki jarðsettur við hlið Margrétar

3.8. Hinrik prins vill ekki láta jarðsetja sig við hlið eiginkonu sinnar Margrétar Danadrottningar þegar sá tími rennur upp.  Meira »

Tekið þátt í 22.219 opinberum verkefnum

31.7. Filippus, eiginmaður Elísabetar Englandsdrottningar, segir af sér störfum á miðvikudaginn þegar hann tekur í síðasta sinn þátt í opinberum störfum í Buckingham-höll. Meira »

Töfrarnir horfnir með tilkomu Katrínar

25.7. Sir Ferdinand Mount segir að breska konungsfjölskyldan líti út fyrir að vera venjuleg með Katrínu innanborðs og konungsfjölskyldan sé ekki jafntöfrandi og áður. Meira »

Iðrast síðasta símtalsins

23.7. Prinsarnir Vilhjálmur og Harry segjast hafa fengið skemmtilegt uppeldi af hálfu móður sinnar, Díönu prinsessu. Þeir segja hana hafa skilið hið raunverulega líf utan hallarmúranna og að hún hafi hvatt þá til að vera „óþæga“. Meira »

Kemur sætasti prinsinn frá Bhútan?

7.7. Það kannast flestir við börnin í bresku konungsfjölskyldunni en færri kannast við litla drekaprinsinn frá Bhútan. Jigme er eins og hálfs árs og algjör rúsína. Meira »

Konungleg feðgin fögnuðu afmæli sínu

4.7. Grísku feðginin Ólympía og Pavlov héldu upp á 21 árs og fimmtugsafmælið sitt saman. Mikill glamúr einkenndi afmælið þar sem Paris Hitlon var meðal gesta. Meira »

Harry vildi losna úr konungsfjölskyldunni

25.6. Harry Bretaprins var eitt sinn svo ósáttur við að vera hluti af konungsfjölskyldunni að hann vildi „losna úr henni“.  Meira »

Filippus lagður inn á sjúkrahús

21.6. Filippus drottningarmaður hefur verið lagður inn á sjúkrahús vegna sýkingar. Í tilkynningu frá Buckingham-höll kemur fram að sýkingin hafi komið upp vegna fyrri veikinda. Meira »

Mette-Marit reimaði á sig takkaskóna

15.6. Norska konungsfjölskyldan sleppti af sér beislinu og spilaði fótbolta í hallargarðinum á móti gestum frá Lillestrøm. Prinsessan Metta-Marit leynir á sér og hún er greinilega vön að klæðast öðru en hælum við síðkjóla. Meira »

97 ára stríðsekkja fékk koss frá Harry

7.6. Harry er í heimsókn í Sidney og hitti meðal annars 97 ára gamla konu en hann hitti hana líka árið 2015. Harry faðmaði hana og smellti á hana kossi við tilefnið. Meira »

6.000 króna strigaskórnir sem Katrín elskar

1.6. Katrín, hertogaynja af Cambridge, er tískufyrirmynd kvenna um gervalla veröld, en föt sem hún klæðist rjúka jafnan úr hillunum. Sér í lagi ef hún lætur sjá sig á almannafæri í fatnaði sem kostar ekki annan handlegginn. Meira »

Ráðskona Katrínar og Vilhjálms gefst upp

31.5. Sadie Rise ráðskona Katrínar og Vilhjálms hyggst ekki flytja með þeim í Kensington höll og er að vinna upp uppsagnarfrest sinn. Álagið á heimili hjónanna á að hafa verið of mikið og ekki á það eftir að skána. Meira »