Kóngafólk í fjölmiðlum

Fagna 70 ára brúðkaupsafmæli

í fyrradag Elísabet Englandsdrottning og Filippus prins fagna í dag sjötíu ára brúðkaupsafmæli. Deginum verður fagnað með nánustu ættingjum. Meira »

Kostaði 100 milljónir að kynda hallirnar

8.11. Það er síður en svo ókeypis að hita híbýli dönsku konungfjölskyldunnar. Fjölskyldan hefur nokkrar stórar hallir til umráða sem þarf að sjálfsögðu að hita vel, sérstaklega á köldum dönskum vetrarkvöldum. Meira »

Eiga sama forföðurinn

1.11. Harry Bretaprins og kærasta hans Meghan Markle eru skyld. Ekki er algengt að kóngafólk kvænist skyldmennum sínum eins og áður var en hjónaleysin eru ekki þannig skyld að þau verði litin hornauga. Meira »

Drottningin mokgræðir á hestunum

25.10. Elísabet Englandsdrottning hefur grætt hátt í milljarð á keppnishestum sem eru í hennar eigu. Drottningin hefur mikinn áhuga á hestum og fer reglulega í útreiðartúr. Meira »

Allt byrjaði á flóamarkaði

19.10. Mary krónprinsessa Danmerkur lýsir því að upphafið að ástarsambandi hennar við Friðrik eiginmann hennar hafi átt sér stað á flóamarkaði. Meira »

Erfinginn væntanlegur í apríl

17.10. Vilhjálmur prins og Katrín hertogaynja hafa tilkynnt að von er á barni þeirra í heiminn í apríl. Í byrj­un sept­em­ber var til­kynnt um að þau Katrín og Vil­hjálm­ur ættu von á sínu þriðja barni. Meira »

Hélt framhjá með Karli til þess að hefna sín

4.10. Camilla Parker Bowles var yfir sig ástfangin af kærasta sínum þegar hún hélt fyrst framhjá með Karli Bretaprinsi. Ástæða framhjáhaldsins var sú að hún vildi gera Andrew Parker Bowles afbrýðisaman. Meira »

Georg prins kominn með skólaleiða

27.9. Aðeins eru tæpar þrjár vikur síðan Georg prins hóf skólagöngu sína en hann virðist samt sem áður verða kominn með skólaleiða. Það skal kannski engan undra þar sem Georg litli hefur upplifað ansi margt á sinni stuttu ævi, til að mynda ótal ferðalög, þyrluflugferðir og afslöppun á sloppnum með Barack Obama. Meira »

Hefur notað samskonar naglalakk í 19 ár

26.9. Elísabet Englandsdrottning er þekkt fyrir að hafa litríkan smekk, en hún skartar jafnan skærum kjól eða dragt við fínlegan hatt og hanska. Þá hefur hún notast við samskonar naglalakk í 19 ár. Meira »

Georg litli með eltihrelli?

15.9. Móðir konunnar sem braust inn í skóla Georgs litla á miðvikudaginn segir að litli prinsinn hefði verið öruggur hjá dóttur sinni. Hún elski bara konungsfjölskylduna. Meira »

Georg litli er byrjaður í skóla

7.9. Á einhverjum tímapunkti tekur alvaran við hjá litlum prinsum. Georg prins er fjögurra ára og hóf skólagöngu í dag.   Meira »

Hinrik prins með heilabilun

6.9. Hinrik prins, eig­inmaður Mar­grét­ar Þór­hild­ar Dana­drottn­ing­ar, er með heilabilun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dönsku konungsfjölskyldunni. Meira »

Ógleðin getur leitt til spítalainnlagnar

4.9. Katrín hertogaynja á von á sínu þriðja barni og þjáist af mikilli morgunógleði líkt og þegar hún gekk með Georg og Karlottu. Talið er að eitt prósent kvenna finni fyrir sömu einkennum og Katrín. Meira »

Barnalán í Kensington-höll

4.9. Lífið leikur við Katrínu her­togaynju og Vil­hjálm Bretaprins sem eiga von á sínu þriðja barni.   Meira »

Sænskur prins kominn í heiminn

1.9. Það verður kátt í höllinni í Stokkhólmi næstu árin en ekkert lát virðist vera á barnsfæðingum í konungsfjölskyldunni.   Meira »

Karlotta prinsessa fyrirsjáanleg

16.11. Katrín hertogaynja upplýsti um uppáhaldslit dóttur sinnar, Karlottu prinsessu. Þrátt fyrir að vera prinsessa er Karlotta ekki svo ólík öðrum litlum stelpum. Meira »

Er að venjast því að skilja Georg eftir

8.11. Katrín hertogaynja virðist vera að venjast því að skilja elsta son sinn Georg eftir í skólanum. Hertogaynjan gat ekki fylgt syni sínum í skólann fyrsta skóladaginn vegna morgunógleði. Meira »

McDonald's í uppáhaldi hjá prinsunum

30.10. Vilhjálmur og Harry Bretaprins ólust upp með einkakokk og þjóna. Þrátt fyrir það voru McDonald's og pitsur í uppáhaldi.   Meira »

Kíkir ekki á klakann í þetta skiptið

23.10. Það virðist einhver bið á því að Katrín hertogaynja og Vilhjálmur Bretaprins kíki á Bessastaði. Finnland, Noregur og Svíþjóð verða heimsótt á næstunni. Meira »

Reyna að minnka sjónvarpsgláp Georgs litla

19.10. Vilhjálmur og Katrín standa í sama basli og svo margir aðrir foreldrar og eru að reyna halda syni sínum frá skjánum. Georg á þó sínar uppáhaldskvikmyndir. Meira »

Óléttukúlan varla sjáanleg

11.10. Katrín hertogaynja sást opinberlega í fyrsta skipti í gær eftir rúmlega mánaðar inniveru. Hertogaynjan er varla komin langt á leið enda kúlan mjög lítil. Meira »

Nappaði poppi af prinsinum

28.9. Fæstir myndu láta sér detta í huga að vaða með lúkurnar ofan í popppoka Harrys Bretaprins. Ung stúlka, sem sat við hlið prinsins á Invictus-leikunum, lét sér þó fátt um finnast og nældi sér í svolítið poppkorn til að maula. Meira »

Hvað er Markle að segja okkur?

26.9. Harry Bretaprins og Meghan Markle eru yfir sig ástfangin og vilja margir meina að konunglegt brúðkaup sé í kortunum. Þá hefur fataval leikkonunnar vakið mikla eftirtekt. Meira »

(Næstum) saman í opinberri heimsókn

25.9. Skötuhjúin Harry Bretaprins og leikkonan Meghan Markle hafa farið fremur leynt með samband sitt, en þau hafa að mestu haldið því utan við sviðsljósið. Um helgina mættu þau þó (næstum) saman á opinberan viðburð. Meira »

Íhugar heimafæðingu

12.9. Katrín hertogaynja er sögð vera byrjuð að plana fæðingu næsta barns. Hertogaynjan er sögð íhuga að fæða litla prinsinn eða prinsessuna heima í Kensington-höll. Meira »

Hægt að bjóða í muni Díönu

6.9. Þó svo að 20 ár séu liðin frá andláti Díönu prinsessu fer það ekki milli mála að hún er líklega ein dáðasta kona heims. Nú geta aðdáendur hennar um heim allan freistað þess að eignast muni sem prinsessan átti á sinni stuttu ævi, en uppboðshúsið RR Auction í Boston stendur nú fyrir uppboði á 79 munum sem voru í eigu Díönu. Meira »

Barnið planað út frá HM í knattspyrnu?

5.9. Áhugafólk um knattspyrnu og kóngafólk voru ekki lengi að finna út hvenær Vilhjálmur ætlar sér að fara í fæðingarorlof.   Meira »

Hertoginn af Dölunum fær nafn

4.9. Sonur Karls Filippusar Svíaprins og Sofiu prinsessu, sem kom í heiminn þann 31. ágúst síðastliðinn, er kominn með nafn. Prinsinn heitir Gabríel Karl Walther og hlýtur hann titilinn hertogi af Dölunum. Meira »

Konunglegt brúðkaup í vændum

3.9. Mako, prinsessa af Japan og barnabarn Akihitos keisara, og unnusti hennar, Kei Komuro, greindu frá hjónabandsáformum sínum á blaðamannafundi í morgun. Meira »

Prinsessa fólksins var öll

31.8. Lát Díönu prinsessu, hafði ótrúlega áhrif um allan heim. Díana sagðist sjálf ekki stjórnast af kreddum og reglum um hvernig ætti að vera prinsessa. „Ég læt hjartað ráða för,“ sagði hún. Meira »