Panamaskjölin

Tilnefndir til Emmy-verðlauna

7.8. Sænsku fréttaskýringarþættirnir Uppdrag granskning, sem fjölluðu um Panamaskjölin fyrir rúmu ári, hafa verið tilnefndir til Emmy-verðlauna í flokki efnis um málefni líðandi stundar. Viðtal Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands, vakti athygli víða um heim eftir að það birtist í þættinum. Meira »

Leturgerðin kom upp um svikin

13.7. Forsætisráðherra Pakistans er í vondum málum eftir að upp komst að fjölskylda hans falsaði líklega skjöl sem áttu að sýna fram á lögmæti viðskipta fjölskyldunnar í gegnum skattaskjól. Meira »

Sharif slapp með Panamaskrekkinn

20.4. Hæstiréttur Pakistans hefur komist að þeirri niðurstöðu að vegna skorts á sönnunargögnum sé ekki tilefni til að víkja Nawaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, frá völdum, en hann var sakaður um spillingu í tengslum við Panamaskjölin. Meira »

Dagurinn markaði hvorki endi né upphaf

5.4. „Sá í fjölmiðli að ár væri liðið frá því að ég steig til hliðar sem forsætisráðherra ásamt túlkun viðkomandi miðils á atburðarás þess dags.“ Meira »

Keypt skattagögn leiddu til 34 mála

7.3. Í kjölfar kaupa skattrannsóknarstjóra á gögnum um eignir Íslendinga á aflandssvæðum voru 34 mál tekin til rannsóknar. Undandreginn skattstofn í málunum er allt frá því að vera í milljónum talið upp í hundruð milljóna, en flest málanna lúta að tugum milljóna. Meira »

Gagnrýna aflandsskýrslu

23.2. Fjórir starfsmenn Seðlabanka Íslands gagnrýna framsetningu og túlkun gagna í skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum í aðsendri grein í ViðskiptaMogganum í dag. Meira »

Vinna tillögur til úrbóta

10.2. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur skipað tvo starfshópa sem falið er að vinna tillögur að aðgerðum til úrbóta vegna ábendinga sem fram komu í skýrslu starfshóps um umfang fjármagnstilfærslna og eignaumsýslu Íslendinga á aflandssvæðum. Meira »

Er forsætisráðherra sáttur við frammistöðuna?

6.2. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, spurði Bjarna Benediktsson forsætisráðherra hvers vegna tvær skýrslur sem hann lét vinna sem fjármálaráðherra í síðustu ríkisstjórn birtust ekki fyrr en seint og um síðir í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Meira »

Vill banna launagreiðslur í reiðufé

31.1. Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra hyggst beita sér fyrir frekari rannsókn á aflandsundanskotum og aðgerðum til þess að hindra þau. Þetta sagði hann meðal annars í Kastljósi Ríkisútvarpsins í kvöld þar sem þau mál voru til umfjöllunar. Meira »

Fyrsta skrefið en ekki lokaskrefið

20.1. „Það var gagnlegt að fá þessa yfirferð á skýrslunni á fundinum þótt ég hefði auðvitað kosið að fyrrverandi fjármálaráðherra hefði mætt á hann, eins og var bókað á fundi nefndarinnar. Hins vegar liggur fyrir að miklu meiri vinna þarf að fara fram í þessum efnum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Meira »

Kannski mistök að geyma skýrsluna

11.1. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra kveðst ekki hafa áhyggjur af því að skýrslan um eign­ir Íslend­inga á af­l­ands­svæðum verði honum til trafala á hveitibrauðsdögum nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Rætt var við Bjarna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Meira »

Vill að Benedikt boði Bjarna á fund efnahagsnefndar

10.1. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, fer fram á að Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, boði Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis á meðan Bjarni sé enn fjármálaráðherra, því hann þurfi að svara fyrir aflandsfélagaskýrsluna. Meira »

Dagsetningin afmáð fyrir mistök

9.1. Dagsetning á forsíðu skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum var afmáð fyrir mistök í meðferð starfsmanns starfshópsins sem vann skýrsluna. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi fjármálaráðuneytisins í samtali við mbl.is. Meira »

Telur Bjarna hafa brotið siðareglur

9.1. Þingflokksformaður VG hefur sent erindi til umboðsmanns Alþingis þar sem þess er farið á leit að embættið fjalli um það hvort Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra, hafi gerst brotlegur við gildandi siðareglur ráðherra. Meira »

Skýrsla kynnt á nefndarfundi

9.1. Benedikt Jóhannesson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, segir gott að búið sé að kortleggja aflandseignir Íslendinga, eins vel og hægt er, eins og reynt er að gera í skýrslu sem unnin var fyrir fjármálaráðherra. Meira »

Mossack Fonseca lokar útibúum

3.8. Lögfræðistofan Mossack Fonseca, sem öðlaðist heimsfrægð í hneykslismálinu tengdu Panamaskjölunum, hefur lokað flestum skrifstofum sínum erlendis. Er það gert vegna mikils samdráttar í rekstri. Meira »

Björt segir ákvörðun Trump vonbrigði

1.6. „Það eru auðvitað vonbrigði að þjóðarleiðtogi hagi sér svona og með samkomulag sem var gert á mjög breiðum grundvelli.“ Þetta segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra um ákvörðun Trump að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Hún er þess þó fullviss að íslensk stjórnvöld haldi sínu striki. Meira »

Fá Pulitzer fyrir Panamaskjölin

10.4. Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna, fjölmiðlafyrirtækið McClatchy og Miami Herald fengu í dag Pulitzer-verðlaunin fyrir umfjöllun sína um Panamaskjölin. Meira »

„Mr. Prime Minister...“

3.4. „Mr. Prime Minister, what can you tell me about a company called Wintris?“ var líklega ein áhrifamesta setning síðasta árs. Í dag er slétt ár síðan landsmenn fengu að sjá Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, ganga út úr viðtali við Sven Bergman, fréttamann SVT. Meira »

Hefði gert ýmislegt öðruvísi

4.3. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segist geta skrifað langan lista yfir þá hluti sem hann hefði gert öðruvísi, hefði hann vitað hvernig hlutirnir myndu þróast eftir Kastljósviðtalið fræga en um næstu helgi verður liðið ár frá því að viðtalið var tekið upp. Meira »

Sagði Bjarna hafa svikið kjósendur

21.2. „Það er kominn tími til þess að ráðherra svari fyrir þá ákvörðun sína að birta ekki skýrsluna,“ sagði Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, á Alþingi í sérstökum umræðum um skil á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Meira »

Húsleit gerð hjá Mossack Fonseca

10.2. Húsleit var gerð á skrifstofum lögfræðistofunnar Mossack Fonseca í Panama í nótt að kröfu saksóknara. Þar var leitað gagna um brasilíska verkfræðifyrirtækið Odebrecht, en það hefur verið staðið að því að múta háttsettum embættismönnum í Panama og fleiri ríkjum til að fá hagstæða samninga. Meira »

Mein sem verður að uppræta

1.2. „Horfi maður til þess hvað hefur verið gert annars staðar þá er það meðal annars að auka notkun rafeyris með ýmsu móti. Hvort sem það er í gegnum banka, kort eða annað. Þar á meðal á hinum Norðurlöndunum.“ Meira »

Skattsvik með rangri verðlagningu

30.1. Vísbendingar um ólöglega milliverðlagningu komu fram í vinnu starfshóps um eignir Íslendinga á aflandsfélögum þar sem inn- og útflutningsverð er rangt skráð í hagnaðarskyni. Telur formaður starfshópsins, Sigurður Ingólfsson, ástæðu til að rannsaka málið frekar. Meira »

Segir mun á stöðu Sigmundar og Bjarna

11.1. Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar, segir að aðstæður séu allt aðrar nú en þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson neyddist til að segja af sér eftir að í ljós kom að nafn hans var í Panama-skjölunum. Meira »

Fengu annan úr Panamaskjölum í staðinn

11.1. Vefsíða bandaríska dagblaðsins The Washington Post greinir frá því að Íslendingar bolað í burtu Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni úr embætti forsætisráðherra vegna tengsla hans við aflandsfélag í Panama en í staðinn fengið annan forsætisráðherra sem einnig hafi komið við sögu í Panamaskjölunum. Meira »

Fordæma vinnubrögð Bjarna Benediktssonar

9.1. Þingflokkur Pírata fordæmir eindregið vinnubrögð fjármálaráðherra, Bjarna Benediktssonar, við skil á skýrslu um starfsemi Íslendinga á aflandssvæðum, sem og skýringar hans á ástæðum þess að hún var ekki gerð opinber fyrr. Meira »

„Við fordæmum þennan gjörning“

9.1. „Við fordæmum þennan gjörning allan og leggjum áherslu á að þetta er mjög svo mikið í stíl við það sem Sigmundur Davíð gerði í því að upplýsa ekki um sín tengsl,“ segir Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, þingmaður Pírata, í samtali við mbl.is. Meira »

„Hefði breytt umræðunni“

9.1. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segir fráleitt að halda því fram að birting skýrslu um aflandseignir fyrir þingkosningarnar hefði ekki haft nein áhrif á úrslit þeirra. Hún heldur því fram að birting skýrslunnar hefði breytt umræðunni. Meira »

Þykir þetta ekkert óeðlilegt

8.1. „Síðasti fundur starfshópsins var haldinn um miðjan september og þá vorum við komin með skýrsluna í aðalatriðum eins og hún var.“ Þetta segir Sigurður Ingólfsson, formaður starfshóps sem vann skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Meira »