Panamaskjölin

Gagnaleki um þá ríku í vændum

25.10. Fjárhagsupplýsingar marga af ríkustu einstaklingum heims verða birtar á opinberum vettvangi í kjölfar stuldar á gögnum úr tölvufyrirtæki lögmannsstofunnar Appleby. Meira »

Hætti vegna Panamaskjala en fær laun

16.11. Stjórn Stapa Lífeyrissjóðs lýsir vonbrigðum með dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli sem fyrrverandi framkvæmdastjóri sjóðsins höfðaði vegna starfsloka sinna vorið 2016 eftir að nafn hans kom upp í Panamaskjölunum. Meira »

Stjórnmálamenn „gráta krókódílatárum“

22.10. Þúsundir komu saman á Möltu í dag til að minnast rannsóknarblaðakonunnar Daphne Caruna Galizia og krefjast réttlætis vegna morðsins á henni. Galiza lést á mánudaginn eftir að sprengja sem komið hafði verið fyrir í bíl hennar, sprakk, þegar hún var nýlögð af stað frá heimili sínu. Meira »

Ekki heyrt af lögbanni gegn Guardian

17.10. Jon Henley, blaðamaður The Guardian, segist í samtali við mbl.is ekki hafa heyrt af því að farið hafi verið fram á lögbann á fréttaflutning fjölmiðilsins í Bretlandi upp úr gögnum gamla Glitnis. Meira »

Glitnir fer fram á lögbann á fréttir fjölmiðla

16.10. Glitnir HoldCo ehf. fór á föstudag þess á leit við sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu að lögbann verði lagt við birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media ehf. á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum er varða einkamálefni verulegs fjölda fyrrverandi viðskiptavina Glitnis sem eru því bundnar bankaleynd. Meira »

Ekkert sem bendir til lögbrots

6.10. Guardian hefur ekki séð nein gögn sem benda til þess að Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hafi brotið lög með sölu á bréfum sínum í Sjóði 9. Bjarni seldi all­ar eign­ir sín­ar í Sjóði 9 hjá Glitni dag­ana fyr­ir banka­hrunið, eft­ir að hafa meðal ann­ars setið fund sem þingmaður um al­var­lega stöðu bank­ans. Meira »

Stofna samtök sem verja fjölmiðla

3.10. Þrír lögmenn hafa ákveðið að stofna samtökin Ritfrelsi sem ætla að taka að sér varnir í málum gegn fjölmiðlum, endurgjaldslaust að uppfylltum vissum skilyrðum. Meira »

Wintris-málið óklárað

3.10. „Þetta kemur þessu Wintris-máli aftur beint inn í pólitísku umræðuna. Ég myndi segja að þetta mál sé jafn opið og áður og ég veit ekki hversu heppilegt það er fyrir Sigmund Davíð,“ segir Stefanía Óskarsdóttir, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Meira »

Ofgreiddi skatta vegna Wintris

2.10. Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, ofgreiddi skatta vegna félags síns Wintris. Þetta er niðurstaða yfirskattanefndar en nefndin kvað upp úrskurð sinn 22. september síðastliðinn. Meira »

Mossack Fonseca lokar útibúum

3.8. Lögfræðistofan Mossack Fonseca, sem öðlaðist heimsfrægð í hneykslismálinu tengdu Panamaskjölunum, hefur lokað flestum skrifstofum sínum erlendis. Er það gert vegna mikils samdráttar í rekstri. Meira »

Björt segir ákvörðun Trump vonbrigði

1.6. „Það eru auðvitað vonbrigði að þjóðarleiðtogi hagi sér svona og með samkomulag sem var gert á mjög breiðum grundvelli.“ Þetta segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra um ákvörðun Trump að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Hún er þess þó fullviss að íslensk stjórnvöld haldi sínu striki. Meira »

Fá Pulitzer fyrir Panamaskjölin

10.4. Alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna, fjölmiðlafyrirtækið McClatchy og Miami Herald fengu í dag Pulitzer-verðlaunin fyrir umfjöllun sína um Panamaskjölin. Meira »

„Mr. Prime Minister...“

3.4. „Mr. Prime Minister, what can you tell me about a company called Wintris?“ var líklega ein áhrifamesta setning síðasta árs. Í dag er slétt ár síðan landsmenn fengu að sjá Sigmund Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðherra, ganga út úr viðtali við Sven Bergman, fréttamann SVT. Meira »

Hefði gert ýmislegt öðruvísi

4.3. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segist geta skrifað langan lista yfir þá hluti sem hann hefði gert öðruvísi, hefði hann vitað hvernig hlutirnir myndu þróast eftir Kastljósviðtalið fræga en um næstu helgi verður liðið ár frá því að viðtalið var tekið upp. Meira »

Sagði Bjarna hafa svikið kjósendur

21.2. „Það er kominn tími til þess að ráðherra svari fyrir þá ákvörðun sína að birta ekki skýrsluna,“ sagði Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, á Alþingi í sérstökum umræðum um skil á skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum. Meira »

Kosið í kjölfar hneykslismála

28.10. Eftir bankakreppu, hneykslismál tengd Panama-skjölunum og barnaníð ganga Íslendingar að kjörborðinu, segir í frétt Bloomberg en töluvert er fjallað um alþingiskosningarnar í erlendum fjölmiðlum. Mjög er rætt um hneykslismál í íslensku samfélagi á erlendum fjölmiðlum en um leið gott efnahagsástand. Meira »

Mafían jafnvel á bak við morðið

24.10. Mögulega eru tengsl milli morðsins á maltneska rannsóknarblaðamanninum Daphne Caruana Galizia og rannsóknar ítalskra yfirvalda á ólöglegu smygli á eldsneyti, segir saksóknari á Ítalíu. Meira »

Þöggun blaðamanna fer með frelsið

17.10. Sonur maltnesku blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia segir að hún hafi verið ráðin af dögum vegna skrifa sinna. Hann hljóp í örvæntingu í kringum bílinn sem stóð í ljósum logum í gær og líkamsleifar móður hans útum allt. Dóra Mezzi hefur þekkt Daphne lengi og segir hana einstaka manneskju. Meira »

Samþykkja lögbann á fréttaflutning

16.10. Sýslumaðurinn í Reykjavík féllst nú síðdegis á kröfu Glitnis HoldCo um að lögbann yrði sett á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media, sem byggir á gögnum innan úr fallna bankanum. Þetta staðfestir Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnis HoldCo, í samtali við mbl.is. Meira »

Verið í samskiptum við þýsk yfirvöld

11.10. Fram kom í grein þýska fréttamiðilsins Süddeutsche Zeitung í gær að þýska alríkislögreglan hefði meðal annars miðlað upplýsingum um málefni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, til íslenskra skattayfirvalda. Upplýsingarnar byggja á rannsóknum á Panamaskjölunum. Meira »

„Fara hamförum í útúrsnúningum“

3.10. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, stofnandi Miðflokksins, segir að „hinir vanalegu grunuðu“ hafi farið „hamförum í útúrsnúningum“ eftir að endanleg niðurstaða kom frá skattayfirvöldum varðandi skattgreiðslur vegna félagsins Wintris sem er í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs. Meira »

Úrskurðurinn hafi almennt fordæmisgildi

3.10. Aðjúnkt við HÍ og sérfræðingur í skattarétti segir erfitt að meta hvaða afleiðingar úrskurður yfirskattanefndar varðandi skattgreiðslur vegna félagsins Wintris, sem er í eigu Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hefur fyrir þau hjónin, enda sé skattbreytingaseðill ekki birtur með úrskurðinum. Meira »

Undirbýr málsókn gegn fjölmiðlum

3.10. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, stofnandi Miðflokksins, íhugar málsókn gegn þremur íslenskum fjölmiðlum vegna umfjöllunar um fjármál hans og eiginkonu hans í svonefndu Wintris-máli. Hann hafi fyrir nokkru falið lögfræðingum að kanna grundvöll slíkrar málsóknar. Meira »

Tilnefndir til Emmy-verðlauna

7.8. Sænsku fréttaskýringarþættirnir Uppdrag granskning, sem fjölluðu um Panamaskjölin fyrir rúmu ári, hafa verið tilnefndir til Emmy-verðlauna í flokki efnis um málefni líðandi stundar. Viðtal Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra Íslands, vakti athygli víða um heim eftir að það birtist í þættinum. Meira »

Leturgerðin kom upp um svikin

13.7. Forsætisráðherra Pakistans er í vondum málum eftir að upp komst að fjölskylda hans falsaði líklega skjöl sem áttu að sýna fram á lögmæti viðskipta fjölskyldunnar í gegnum skattaskjól. Meira »

Sharif slapp með Panamaskrekkinn

20.4. Hæstiréttur Pakistans hefur komist að þeirri niðurstöðu að vegna skorts á sönnunargögnum sé ekki tilefni til að víkja Nawaz Sharif, forsætisráðherra Pakistans, frá völdum, en hann var sakaður um spillingu í tengslum við Panamaskjölin. Meira »

Dagurinn markaði hvorki endi né upphaf

5.4. „Sá í fjölmiðli að ár væri liðið frá því að ég steig til hliðar sem forsætisráðherra ásamt túlkun viðkomandi miðils á atburðarás þess dags.“ Meira »

Keypt skattagögn leiddu til 34 mála

7.3. Í kjölfar kaupa skattrannsóknarstjóra á gögnum um eignir Íslendinga á aflandssvæðum voru 34 mál tekin til rannsóknar. Undandreginn skattstofn í málunum er allt frá því að vera í milljónum talið upp í hundruð milljóna, en flest málanna lúta að tugum milljóna. Meira »

Gagnrýna aflandsskýrslu

23.2. Fjórir starfsmenn Seðlabanka Íslands gagnrýna framsetningu og túlkun gagna í skýrslu um eignir Íslendinga á aflandssvæðum í aðsendri grein í ViðskiptaMogganum í dag. Meira »

Vinna tillögur til úrbóta

10.2. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur skipað tvo starfshópa sem falið er að vinna tillögur að aðgerðum til úrbóta vegna ábendinga sem fram komu í skýrslu starfshóps um umfang fjármagnstilfærslna og eignaumsýslu Íslendinga á aflandssvæðum. Meira »