Mest lesið


Costco hefur þegar lækkað verð


(6 klukkustundir, 53 mínútur)
INNLENT Þrátt fyrir að ekki sé liðin vika frá opnun vöruhúss Costco í Kauptúni í Garðabæ, hefur verð á nokkrum vörum þegar verið lækkað. Má sem dæmi nefna 55" Philips-sjónvarp sem kostaði 99.999 krónur þegar verslunin opnaði á þriðjudag, en kostar nú 93.999. Er því um að ræða sex þúsund króna verðlækkun.

Dró drenginn upp úr og öskraði á hjálp


(5 klukkustundir, 22 mínútur)
INNLENT Betur fór en á horfðist þegar dreng á leikskólaaldri var bjargað frá drukknun í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði síðdegis í dag. Samkvæmt heimildum mbl.is kom sundlaugargestur auga á drenginn á botni djúpu laugarinnar.

Stökk frá borði flugvélar


(12 klukkustundir, 58 mínútur)
ERLENT Farþegi um borð í flugvél American Airlines á flugvelli í Norður-Karólínu reyndi að bíta flugfreyju, opnaði svo dyr vélarinnar og stökk út á flugbrautina.

Geta misst vinnuna ef þeir borða smakkið


(15 klukkustundir, 53 mínútur)
MATUR Starfsmenn Costco mega ekki gúffa í sig smakkinu! Við væntum þess að það fari eftir versluninni en við rákumst á áhugaverða frétt um þær reglur sem gilda hjá starfsmönnum í „smakkdeild" Costco.

Aðstoðarflugmaðurinn látinn


(12 klukkustundir, 46 mínútur)
ERLENT Aðstoðarflugmaður flutningaflugvélarinnar sem brotlenti í gærmorgun í ná­grenni Ev­erest-fjalls, lést af sárum sínum í dag. Þetta kemur fram í frétt AFP-fréttaveitunnar. Þrír voru um borð í vélinni, en flugstjóri hennar lést í gær. Flugfreyja vélarinnar er ekki í lífshættu.

Kom við í íbúð og sprengdi sig svo


(1 dagur, 1 klukkustund)
ERLENT Lögreglan hefur loks birt myndir úr öryggismyndavélum af Salman Abedi sem sprengdi sig í loft upp við leikvanginn í Manchester á mánudag. 22 létust í árásinni og margir særðust.

Fyrst núna að upplifa þetta sem sigur


(15 klukkustundir, 5 mínútur)
INNLENT Þegar heim er komið fer maður fyrst að meðtaka árangurinn og upplifa þetta sem einhverskonar sigur. Þetta segir Vilborg Arna Gissurardóttir Everest-fari, sem kom heim til Íslands á ellefta tímanum í gærkvöldi. Hún ætlar að slappa vel af næstu vikuna og hitta vini og fjölskyldu.

Hundur snýr aftur án lambs


(23 klukkustundir, 53 mínútur)
ERLENT Hvarf fjárhundsins Blake og lambsins Bellu hefur vakið töluverða athygli í Bretlandi, en um er að ræða bestu vini sem hafa verið óaðskiljanleg síðan þau hittust fyrst. Blake og Bella hurfu frá heimili sínu í Notthinghamskíri fyrir þremur vikum, en nú er Blake kominn í leitirnar, án Bellu sinnar.

„Ég er með mjög mikið keppnisskap“


(1 dagur, 2 klukkustundir)
INNLENT „Ég hefði orðið frekar leið ef mér hefði ekki gengið vel. Ég hugsaði að mér þætti ekkert leiðinlegt að verða dúx, enda er ég er með mjög mikið keppnisskap,“ segir Guðrún Sólveig Sigríðardóttir, dúx Menntaskólans í Reykjavík, í samtali við mbl.is.

„Kíkti aumingi á okkur í Kjötbúðina“


(6 klukkustundir, 10 mínútur)
INNLENT Brotist var inn í Kjötbúðina við Grensásveg um klukkan 7.30 í morgun. Frá þessu greinir eigandi búðarinnar, Geir Rúnar Birgisson, og birtir um leið myndbandsupptöku af þjófnaðinum á Facebook-síðu sinni.

Vilborgu Örnu fagnað í Leifsstöð


(23 klukkustundir, 4 mínútur)
INNLENT Vilborg Arna Gissurardóttir Everest-fari kom til landsins nú í kvöld, en hún komst á toppinn aðfaranótt 21. maí. Tóm­asz Þór Veru­son, kær­asti Vil­borg­ar Örnu, fór út til Amsterdam og tók á móti henni þar í dag, en fjölskylda og vinir mættu á Keflavíkurflugvöll og fögnuðu heimkomu hennar nú í kvöld.

Góður lokahringur hjá Ólafíu


(4 klukkustundir, 13 mínútur)
ÍÞRÓTTIR At­vinnukylf­ing­ur­inn og Íslands­meist­ar­inn úr GR, Ólafía Þór­unn Krist­ins­dótt­ir, átti góðan lokadag á fjórða og síðasta hringnum á Volvik-meist­ara­mótinu í golfi í LPGA-mótaröðinni en leikið er í Detroit í Michigan.

Þykir konan ófríðari eftir framhjáhaldið


(22 klukkustundir, 24 mínútur)
SMARTLAND „Ég og konan mín erum að reyna að púsla lífinu okkar aftur saman eftir að hún átti í skammvinnu, en blessunarlega séð, kynlífslausu framhjáhaldi. Áður en ég komst að framhjáhaldinu hafði mér fundist konan mín verða fegurri með hverjum deginum, en ég laðast ekki lengur að henni með sama hætti.“

Snúist um þörf Sigmundar fyrir völd


(10 klukkustundir, 6 mínútur)
INNLENT Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir að borgarastyrjöld ríki innan Framsóknarflokksins. Hann segir að stofnun Framfarafélagsins sé klók, ætli Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sér aftur í forystu í stjórnmálum.

Lítur á sig sem sterkasta mann heims


(3 klukkustundir, 41 mínútur)
INNLENT Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson lítur á sig sem sterkasta mann heims og segir dómaraskandal hafa haft sigurinn af sér, en keppninni sterkasta manni heims lauk í dag með sigri breska kraftamannsins Eddie Hall.

Fæddist inn í flokkinn og drepst út


(4 klukkustundir, 57 mínútur)
INNLENT Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er genginn í Framfarafélagið, nýtt félag Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns flokksins. Stofnfundur félagsins fór fram í gær og var vel sóttur.

Þungbúnir dagar fram undan


(10 klukkustundir, 56 mínútur)
INNLENT Fremur þungbúinna daga er að vænta á næstunni að mati veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Austlæg átt verður ríkjandi og rigning eða súld með köflum. Á morgun verður meiri vindur en að undanförnu og hvassast verður allra syðst.

„Þetta var mjög góð tilfinning“


(8 klukkustundir, 3 mínútur)
INNLENT „Ég vissi alveg að ég væri með góða einkunn en bjóst ekki alveg við því að vera hæst,“ segir Katarina Kekic, dúx Verzlunarskóla Íslands, í samtali við mbl.is, en hún útskrifaðist í gær með meðaleinkunnina 9,23.

Lík rak á land á Fjóni


(13 klukkustundir, 46 mínútur)
ERLENT Lík fannst í sjónum við Svendborg á Fjóni í Danmörku í dag. Lögreglan hefur ekki enn borið kennsl á líkið en talið er að það sé af fimmtán ára pilti sem hvarf á svæðinu um síðustu helgi.

Sagði í lagi að nauðga þremur konum


(1 dagur, 3 klukkustundir)
ERLENT Forseti Filippseyja er nú harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sem hann lét falla varðandi nauðganir í ræðu sem hann hélt fyrir hermenn.
Meira píla