Mest lesið

Konurnar höfðu átt í ágreiningi

(7 klukkustundir, 4 mínútur)
INNLENT Þrjú börn í íbúð í Þverbrekku í Kópavogi náðu að læsa sig inni í herbergi og hafa samband við móður sína þegar tvær konur ruddust inn í íbúð þeirra rétt fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Konurnar og móðir barnanna þekkjast og hefur ágreiningur verið á milli þeirra í einhvern tíma.

Mér að mæta ef einhver meiðir annan

(7 klukkustundir, 8 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, segir að leikurinn gegn Frökkum á sunnudagskvöldið í átta liða úrslitum Evrópukeppninnar í knattspyrnu sé ein af hans stærstu stundum á þjálfaraferlinum.

Ráðist á Íslending í París

(4 klukkustundir, 31 mínútur)
INNLENT Ráðist var á Íslending á bar í París í gærkvöldi. Maður réðst á hann, braut flösku á andliti hans, svo hann hlaut alvarlega áverka.

Íslensku veislunni lýkur á sunnudag

(19 klukkustundir, 3 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Þrír sérfræðingar danska ríkisútvarpsins, DR, eru sammála um að þátttöku íslenska landsliðsins í knattspyrnu á Evrópumótinu í Frakklandi ljúki á sunnudaginn.

Hótuðu tveggja barna móður með hnífi

(9 klukkustundir, 55 mínútur)
INNLENT Börn húsráðanda í íbúð í Kópavogi náðu að læsa sig inni í herbergi og hafa samband við móður sína þegar tvær konur ruddust inn í íbúðina í gærkvöldi. Konurnar tvær hótuðu móðurinni með hnífi þegar hún kom á vettvang. Þær voru handteknar skömmu síðar.

Fitnessmaður efstur á lista

(7 klukkustundir, 46 mínútur)
INNLENT Sigurkarl Aðalsteinsson, fitnessmaður, var með 1,772 milljónir á mánuði í tekjur á síðasta ári samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í morgun. Hann er efstur af íþróttamönnum og þjálfurum.

Vann 54,8 milljónir

(5 klukkustundir, 2 mínútur)
INNLENT Það var heldur betur lukkuleg og ánægð kona sem kom til Íslenskrar getspár í morgun með annan tveggja vinningsmiða frá síðasta laugardegi.

Sá föður sinn myrða móður sína

(3 klukkustundir, 42 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Margir fundu eflaust til með Pólverjanum Jakub Blaszczykowski sem sá markvörð Portúgala verja vítaspyrnu frá sér í viðureign liðanna í 8-liða úrslitum EM í gær. Fáir þekkja þær raunir sem Jakub hefur þurft að ganga í gegnum um ævina. Sérstaklega þá raun að horfa upp á föður sinn myrða móður sína.

Launin tæplega fjórfaldast hjá Guðna

(7 klukkustundir, 31 mínútur)
INNLENT Laun Guðna Th. Jóhannessonar, verðandi forseta, munu tæplega fjórfaldast þegar hann tekur við embætti forseta frá því sem þau voru í fyrra. Guðni var með 657 þúsund krónur í laun á mánuði sam­kvæmt tekju­blaði Frjálsr­ar versl­un­ar sem kom út í morg­un, en mun hækka upp í 2.314 þúsund sem forseti.

Ókyrrð á heimleið frá New York

(23 klukkustundir, 14 mínútur)
INNLENT Áfallateymi Rauða kross Íslands var kallað út í morgun til þess að hlúa að tveimur flugfarþegum eftir að upp kom mikil ókyrrð í flugi Icelandair á leiðinni frá New York til Íslands í morgun.

Eplamaukið gerir kraftaverk

(20 klukkustundir, 20 mínútur)
INNLENT Í leikhléi á leikjum sínum á EM í knattspyrnu hlaða Íslendingarnir sig orku með því að neyta eplamauks sem framleitt er í grennd við bækistöðvar þeirra í Annecy. Franska útvarpssstöðin Europe-1 segir að þarna sé ef til vill komin uppskrift að góðri frammistöðu Íslendinga á EM.

Nauðgað á tónleikum með Zöru Larsson

(3 klukkustundir, 50 mínútur)
ERLENT Sænska söngkonan Zara Larsson tjáði sig í dag á Twitter um hræðilegt atvik sem varð í gærkvöldi þegar hún stóð á sviðinu á tónlistahátíðinni Bråvallafestivalen. Konu á þrítugsaldri var nauðgað á meðan á tónleikunum stóð og hefur atvikið nú verið kært til lögreglu.

Reyndi að bjarga syni sínum

(18 klukkustundir, 37 mínútur)
ERLENT Fathi Bayoudh, liðsforingi og læknir í túníska hernum, var síðasta þriðjudagskvöld staddur á Ataturk-flugvellinum í Istanbúl í Tyrklandi. Þaðan hugðist hann fara til Sýrlands og freista þess að bjarga syni sínum úr klóm vígamanna Ríkis íslams.

Ísland, land laust við ættarnöfn

(22 klukkustundir, 48 mínútur)
INNLENT Árangur íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi hefur að vonum vakið mikla athygli. Dag eftir dag gera franskir fjölmiðlar sér mikið mat úr velgengi Íslands í mótinu. Leita þeir margvíslegra viðfangsefna til að fjalla um eyjuna í norðri og þjóð hennar.

Þéna vel í Of Monsters and Men

(7 klukkustundir, 50 mínútur)
INNLENT Brynjar Leifsson, Ragnar Þórhallsson og Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, í hljómsveitinni Of Monsters and Men, eru öll í efstu fimm sætunum yfir tekjuhæstu listamenn landsins.

Treyjurnar koma ekki í dag

(5 klukkustundir, 8 mínútur)
INNLENT Ekki er von á landsliðstreyjum í verslanir hér á landi í dag líkt og til stóð þar sem sendingin er ekki komin til landsins. Treyjan er sögð „skyldueign“ meðal fótboltaáhugamanna í Evrópu.

Árni með 47,7 milljónir á mánuði

(9 klukkustundir, 12 mínútur)
VIÐSKIPTI Árni Harðarson, forstjóri Salt Investments, var með 47,7 milljónir króna í tekjur á mánuði á síðasta ári samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í morgun.

Birkir maður vikunnar hjá Elle

(6 klukkustundir, 3 mínútur)
INNLENT Hið mikla franska vikurit Elle lætur velgengni íslenska fótboltaliðsins á EM til sín taka. Hefur það valið Birki Bjarnason sem mann vikunnar.

Helgi Hrafn ekki fram

(9 klukkustundir, 43 mínútur)
INNLENT Þingmaður Pírata, Helgi Hrafn Gunnarsson, hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram í Alþingiskosningum í haust, að því er segir í tilkynningu frá Pírötum. Þess í stað ætlar hann að leggja krafta sína í grasrótarstarf flokksins á þessu kjörtímabili en bjóða sig fram aftur árið 2020.

Laskaður leiðtogi liðsins

(9 klukkustundir, 42 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, hefur verið í stóru hlutverki á Evrópumótinu í Frakklandi.
Meira píla