Mest lesið

Nær allir brúðkaupsgestir fengu matareitrun

(12 klukkustundir, 42 mínútur)
INNLENT Alla jafna eru brúðkaupsdagar virkilega hamingjuríkir og skemmtilegir en ekki gengur þó alltaf allt að óskum. Þau Sigurbjörg Dís og Jón Haukur gengu í það heilaga um helgina og var dagurinn að þeirra sögn yndislegur í alla staði að því frátöldu að veisluþjónustan var til háborinnar skammar.

Selur búslóðina til að komast á Þjóðhátíð

(9 klukkustundir, 58 mínútur)
SMARTLAND „Ég hef aldrei farið og það er búið að peppa mig svo mikið að ég varð eiginlega bara að gera þetta,“ segir Ásta Gunnlaugsdóttir sem birti á dögunum afar athyglisverða auglýsingu á sölusíðu á Facebook. Í auglýsingunni tilkynnti Ásta að hún væri að selja allt dótið sitt svo hún kæmist á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um helgina með vinkonum sínum.

„Réttast væri að nauðga þér“

(14 klukkustundir, 33 mínútur)
INNLENT Útvarpskonan Margrét Erla Maack komst í kastljós fjölmiðla í síðustu viku eftir að hafa minnt fólk „á að nauðga bara heima hjá sér í Vest­manna­eyj­um,“ í beinni útsendingu í Morgunútvarpinu á Rás 2. Í kjölfarið fékk hún fern skilaboð með nauðgunarhótunum.

Hæstánægð með 11.000 króna giftingarhringinn

(4 klukkustundir, 3 mínútur)
SMARTLAND Leikkonan Mila Kunis greindi frá því í viðtali við spjallþáttastjórann Conan O‘Brian að hún og eiginmaður hennar, Ashton Kutcher, hefðu pantað sér hringa af netversluninni Etsy.

Fíll kastar grjóti í barn

(7 klukkustundir, 52 mínútur)
ERLENT Fíll í dýragarði í Marokkó varð barni að bana þegar hann kastaði í það steini að því er greint er frá á fréttavef CNN. Stjórnendur dýragarðsins í borginni Rabat í Marokkó hafa staðfest að fíllinn hafi kastað grjóti í sjö ára gamla stelpu, sem lést nokkrum klukkutímum eftir að komið var með hana á spítala.

Hinsta flugleiðin fannst í flugherminum

(12 klukkustundir, 21 mínútur)
ERLENT Einhver hafði hnitað inn flugleið yfir sunnanvert Indlandshaf í flughermi flugstjóra malasísku farþegaþotunnar sem hvarf sporlaust í mars árið 2014. Flugherminn hafði flugstjórinn á heimili sínu. Leiðin er sú sama og þotan er talin hafa farið þar til hún endaði á botni Indlandshafs.

Lítil hugmynd orðin risastór

(9 klukkustundir, 9 mínútur)
VIÐSKIPTI Dúkkan Lúlla, sem frumkvöðullinn Eyrún Eggertsdóttir hannaði og bjó til, gengur nú kaupum og sölum á Ebay og fleiri uppboðssíðum á allt að 40 þúsund krónur. Dúkkan kostar 70 dollara út úr búð eða um 8.500 krónur.

Myrtur eftir ástarþríhyrning

(12 klukkustundir, 50 mínútur)
ERLENT 30. apríl á þessu ári fannst lík af rúmlega fimmtugum manni á botni síkis í Stokkhólmi í Svíþjóð. Nú er búið að ákæra karlmann fyrir morðið á manninum. Talið er að málið eigi rætur sínar að rekja til ástarþríhyrnings.

Koch bræður hvattir til að styðja Trump

(4 klukkustundir, 36 mínútur)
ERLENT Hópur efnaðra stuðningsmanna Repúblikanaflokksins hvetur nú milljarðamæringana og bræðurna Koch til að stíga af hliðarlínunni og lýsa yfir stuðningi við Donald Trump, forsetaframbjóðanda repúblikana, vilji þeir hafa áhrif á stefnu hans sem forseta.

Kyrkti systur sína í bræðiskasti

(16 klukkustundir, 58 mínútur)
ERLENT Bróðir pakistönsku samfélagsmiðlastjörnunnar Qandeel Baloch kyrkti hana eftir að vinur hans hafði strítt honum vegna hegðunar hennar. Þetta segir móðir systkinanna.

Pirraðar kríur og ótrúir svanir á Tjörninni

(7 klukkustundir, 14 mínútur)
INNLENT Margir kunna að halda að það séu aðeins endur sem synda um á Reykjavíkurtjörn en það er fjarri sanni. Fuglaáhugamaðurinn Aron Leví Beck leiddi mbl.is í allan sannleikann um fuglalífið á tjörninni en hann tístir fróðleiksmolum undir myllumerkinu #fuglatwitter.

Clinton þarf að heilla landþingið

(4 klukkustundir, 28 mínútur)
ERLENT Hillary Clinton flytur í kvöld ræðu sína á landsþingi Demókrataflokksins sem formlega útnefndi hana í gær forsetaframbjóðanda flokksins. Clinton bíður það erfiða verk að heilla fundargesti með ræðu sem stendur undir lofinu sem Barack og Michelle Obama hafa ausið hana.

10 km hlaupið var ekki 10 km

(17 klukkustundir, 33 mínútur)
INNLENT Adidas Boost-hlaupið fór fram í Elliðaár- og Fossvogsdal í gærkvöld en þetta var í annað sinn sem hlaupið er haldið. 270 keppendur voru skráðir til leiks og lögðu af stað í hlaupið sem átti að vera 10 kílómetra langt.

Kynáttunarvandi er ekki geðsjúkdómur

(6 klukkustundir, 40 mínútur)
ERLENT Það sem hefur verið kallað kynáttunarvandi á Íslandi er ekki geðröskun, ef marka má niðurstöður rannsóknar sem kynnt var í Mexíkó í dag. Ofbeldi og samfélagsleg höfnun eru orsök andlegra erfiðleika meðal transfólks, ekki kynvitund þeirra, samkvæmt rannsókninni sem birtist í tímaritinu The Lancet Psychiatry.

„Hef heyrt að Erpur mæti með 50 manna lið“

(10 klukkustundir, 17 mínútur)
INNLENT „Það er glampandi sól á Ísafirði og gott veður. Við erum byrjuð að vökva vellina og allt lítur vel út,“ segir Thelma Rut Jóhannsdóttir, drullusokkur og skipuleggjandi Mýrarboltamótsins sem fer fram á Ísafirði um verslunarmannahelgina.

Fleiri Rússar í bann

(4 klukkustundir, 8 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Ólympíuleikarnir í Ríó hefjast eftir rúma viku og nú berast daglega fréttir af rússnesku íþróttafólki sem fær ekki keppnisrétt á leikunum vegna kerfisbundinnar lyfjamisnotkunar.

Verðhrun í Íslandsflugi frá Bretlandi

(13 klukkustundir, 58 mínútur)
VIÐSKIPTI Ferðum til Bretlands hefur fjölgað mjög síðustu misseri en þessi mikla fjölgun hefur valdið því að verð á farmiðum til Íslands og aftur til Bretlands lækkaði um 53 prósent í krónum talið.

Breytti um lífsstíl og grenntist um 70 kíló

(18 klukkustundir, 58 mínútur)
SMARTLAND Hin 33 ára gamla Monica Perez grenntist um tæp 70 kíló með því að breyta alfarið um mataræði og byrja að hreyfa sig reglulega. Á dögunum birti Perez mynd af sér í brúðarkjól sínum til þess að sýna hve mikil breytingin er.

MelaniaTrump.com horfin af netinu

(10 klukkustundir, 21 mínútur)
ERLENT Vefsíða Melaniu Trump, eiginkonu viðskiptajöfursins og forsetaframbjóðandans Donalds Trump, er horfin af netinu. Þeir sem freista þess að fara inn á MelaniaTrump.com rata nú beina leið á vefsíðu eiginmannsins, Trump.com, en fjölmiðlar vestanhafs hafa leitt að því líkur að hvarf síðunnar megi rekja til uppljóstrana um fleipur í ferilskrá Melaniu.

Stúdentar óánægðir með framkvæmdir

(9 klukkustundir, 54 mínútur)
INNLENT Framkvæmdir hafa staðið yfir við húsnæði hjónagarða að Eggertsgötu 4 undanfarið og valdið íbúum töluverðum óþægindum. Íbúar hússins segja umgengni verktaka með öllu ólíðandi og nálægt að upp úr syði þegar vatn flæddi inn í húsið eftir rigningu fyrr í vikunni.
Meira píla