Mest lesið


Lögregla lokar af Hafnarfjarðarhöfn


(7 klukkustundir, 11 mínútur)
INNLENT Lögreglan er búin að loka af svæði við syðsta hluta hafnarsvæðisins við Hafnarfjarðarhöfn. Fjölmiðlum er meinaður aðgangur að svæðinu. Ágúst Svansson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni sagði í samtali við mbl.is að fundist hafi skór sem gæti hafa verið af Birnu.

Allsherjarútkall í birtingu


(1 klukkustund, 53 mínútur)
INNLENT Allt tiltækt lið björgunarsveita, lögreglu og Landhelgisgæslunnar verður kallað út til leitar í birtingu en ekkert nýtt hefur komið fram varðandi hvarf Birnu Brjánsdóttur frá því skópar, sem talið er að geti verið skór hennar, fannst við Hafnarfjarðarhöfn seint í gærkvöldi.
ÍÞRÓTTIR Eins og greint var frá hér á mbl.is fyrr í kvöld var Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, útnefndur þjálfari ársins 2016 í Svíþjóð.

Standa frammi fyrir 1.000 bita púsli


(10 klukkustundir, 15 mínútur)
INNLENT Lögreglan er áfram á fullu að greina gögn og feta sig áfram í gegnum þær mögulegu vísbendingar sem hafa borist um hvarf Birnu Brjánsdóttur, sem ekki hefur sést síðan aðfaranótt laugardags. Þetta segir Ágúst Svansson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni og yfirmaður leitar og björgunar.

Skór fannst í nágrenni Hafnarfjarðar


(7 klukkustundir, 18 mínútur)
INNLENT Skór af gerðinni Dr. Martens fannst í eða við Hafnarfjörð í kvöld, en þar hafa sjálfboðaliðar tekið þátt í að leita að Birnu Brjánsdóttur, sem hefur verið saknað frá því aðfaranótt laugardags. Ekki hefur verið staðfest hvort skórinn sé í eigu Birnu, en í lýsingu lögreglu var hún klædd í slíka skó.

Þjálfari Khloé Kardashian leysir frá skjóðunni


(2 klukkustundir, 46 mínútur)
SMARTLAND Gunnar Petersen, einkaþjálfari stjarnanna, hefur greint frá því hvað hann gerði til að koma raunveruleikastjörnunni Khloé Kardashian í toppform.

Mega vera einir á ný í flugstjórnarklefa


(3 klukkustundir, 16 mínútur)
INNLENT Flugfélögin Icelandair og WOW air hafa slakað á þeirri öryggisreglu að aldrei séu færri en tveir úr áhöfn inni í flugstjórnarklefa farþegaþotna sinna. Reglunni var komið á eftir að flugmaður þotu Germanwings sem þjáðist af þunglynd grandaði vél sinni vísvitandi í frönsku Ölpunum í mars árið 2015.

„Hún er ekki á flótta undan einhverju“


(13 klukkustundir, 19 mínútur)
INNLENT Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir Birnu Brjánsdóttur sem hefur verið týnd frá því á laugardaginn, segir að í sínum huga sé skýrt að dóttir sín sé í hættu. „Hún er ekki að velja þetta, er ekki þannig stelpa. Hún er ekki á flótta undan einhverju og ekki verið í efnum.“

Björgunarsveitir leita í Heiðmörk


(11 klukkustundir, 57 mínútur)
INNLENT Björgunarsveitir eru komnar langt með að klára að leita þau svæði sem voru teiknuð upp í dag út frá þeim litlu vísbendingum sem hafa fundist í máli Birnu Brjánsdóttur sem týnd hefur verið frá því á laugardaginn. Í það heila hafa um 145 björgunarsveitarmenn komið að leitinni í dag.

Bæjarbúum boðin áfallahjálp eftir 3 dauðsföll


(9 klukkustundir, 10 mínútur)
ERLENT Asii Chemnitz Narup, borgarstjóri Nuuk á Grænlandi, fór í dag með neyðarteymi til bæjarins Tasiilaq á Grænlandi eftir að morð og tvö sjálfsvíg voru framin í bænum í einni og sömu vikunni. Neyðarteymið samanstendur af geðlækni og sálfræðingum sem ætlað er að veita bæjarbúum áfallahjálp.

Óttast að geta ekki fullnægt kærustunni


(8 klukkustundir, 47 mínútur)
SMARTLAND „Ég er 67 ára, hef tvisvar verið giftur og á núna í sambandi við konu á svipuðum aldri. Hún hefur ýjað að því að hún hafi ekki lifað kynlífi með manni sínum vegna þess að hann fékk elliglöp og lést að lokum. Vandamál mitt er að vegna samblands gamalla meiðsla, krabbameins í eistum og of hás blóðþrýstings er ég nánast vita gagnslaus þegar kemur að samförum.“

Náðu byssumanni árásarinnar í Istanbúl


(10 klukkustundir, 45 mínútur)
ERLENT Tyrkneska lögreglan handtók í dag árásarmanninn sem skaut 39 manns til bana í næturklúbbi í Istanbúl á gamlárskvöld.

Reykjavik Police need your help in missing person case


(12 klukkustundir, 59 mínútur)
INNLENT It is possible that the young woman, Birna Brjánsdóttir, who disappeared in the early hours of Saturday morning had stopped to chat to tourists on her way up Laugavegur. Both the Reykjavik Metropolitan Police and her next of kin are pleading for help and any clues to her whereabouts.

Þór sigldi til Færeyja til að kaupa olíu


(3 klukkustundir, 16 mínútur)
INNLENT Varðskipið Þór, sem var á Austfjarðamiðum fyrir helgi, skaust þaðan til Færeyja og tók þar 550 þúsund lítra af olíu.

Myndband sem sýnir ferðir Birnu


(13 klukkustundir, 55 mínútur)
INNLENT Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur nú birt myndband sem unnið er upp úr ör­ygg­is­mynda­vél­um sem sýna ferðir Birnu Brjáns­dótt­ur, sem týnd hef­ur verið frá því aðfaranótt laug­ar­dags.

Siðanefnd rannsakar lúxusfrí Trudeaus


(9 klukkustundir, 34 mínútur)
ERLENT Formaður siðanefndar kanadíska þingsins tilkynnti í dag að hann muni hefja rannsókn á lúxusfríi forsætisráðherrans Justin Trudeau á einkaeyju í eigu milljarðamæringsins og mannvinarins Aga Khan.

Klæddi ungabarnið í stíl við sjálfa sig


(1 klukkustund, 46 mínútur)
FÓLKIÐ Glamúrfyrirsætan Coco Austin naut sín í frí á Flórída með ungri dóttur sinni.

Töluvert margar vísbendingar borist


(20 klukkustundir, 42 mínútur)
INNLENT Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa borist töluvert margar vísbendingar frá almenningi og þeim sem þekkja Birnu Brjánsdóttur sem hefur verið týnd síðan aðfaranótt laugardags. Á annan tug lögreglumanna starfar núna við rannsókn málsins.

Svarar Trump fullum hálsi


(1 klukkustund, 22 mínútur)
ERLENT Forseti Frakklands François Hollande hefur svarað gagnrýni Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, fullum hálsi varðandi skoðun þess fyrrnefnda á flóttamannastefnu Angelu Merkel, kanslara Þýskalands.

Gary Martin um KR: Þetta var persónulegt


(10 klukkustundir, 11 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Gary Martin gekk í dag í raðir Lokeren í Belgíu, en hann hefur leikið hér á landi síðan árð 2012. Óhætt er að segja að ýmislegt hafi gengið á síðan þá.
Meira píla