Mest lesið


Þrír í 8 fm herbergi og borga 210 þúsund


(8 klukkustundir, 39 mínútur)
INNLENT Algeng leiga fyrir herbergi með tveimur rúmum og stundum fataskáp, með aðgangi að sameiginlegu baðherbergi og eldhúsi, sem er um átta fermetrar eða þar um bil, er á bilinu 55 til 65 þúsund krónur á mánuði.

Strætisvagn keyrði aftan á vörubíl


(3 klukkustundir, 11 mínútur)
INNLENT Töluvert harður árekstur varð nú rétt rúmlega tólf á Reykjanesbraut, fyrir neðan Blesugróf í Reykjavík, þegar strætisvagn keyrði aftan á vöruflutningabíl. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu í Reykjavík voru tveir fluttir á sjúkrahús, bílstjórinn og farþegi í vagninum.

Veruleg óvissa um framhald atburðarásar


(17 klukkustundir, 52 mínútur)
INNLENT Ljóst er að verulegur jarðhiti er kominn upp í öskju Öræfajökuls en ekki eru nein merki að eldgos sé að hefjast. Veruleg óvissa er þó um framhald þeirrar atburðarásar sem nú er í gangi, að segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Stöðufundur var haldinn um Öræfajökul á Veðurstofunni í kvöld.

„Mér finnst þið sýna hressandi kjark“


(17 klukkustundir, 1 mínúta)
INNLENT Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar, segir Vinstri græn sýna hressandi kjark með því að fara í stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Mér finnst þið sýna hressandi kjark sem vonandi hristir upp í þessu.“

Banna sölu á snjallúrum fyrir börn


(17 klukkustundir, 4 mínútur)
ERLENT Fjarskiptastofnun Þýskalands hefur bannað sölu á svokölluðum snjallúrum fyrir börn, þar sem þau þykja brjóta í bága við lög og reglur landsins um eftirlit með borgurum og öryggisgæslu. Úrin vinsæl og hafa létt á áhyggjum margra foreldra.

„Mynda samsæri gegn kjósendum“


(4 klukkustundir, 25 mínútur)
INNLENT „Mér líst ekkert á þetta. Það er afleitt ef menn fara í stjórn á öðrum forsendum en út frá pólitík og framtíðarsýn. Þetta er svo sannarlega ekki stjórn sem byggir á tiltekinni pólitískri stefnu eða skýrri framtíðarsýn,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,

Mun ekki hlýða ólöglegri skipun um kjarnorkuárás


(6 klukkustundir, 20 mínútur)
ERLENT Æðsti stjórnandi Bandaríkjahers í öllu sem viðkemur kjarnavopnum segist munu streitast á móti ólögmætri fyrirskipun um kjarnorkuárás frá forseta Bandaríkjanna. Hershöfðinginn John Hyten segir að sem yfirmaður kjarnorkuvopnamála muni hann leiðbeina forsetanum og finna aðra valmöguleika.

Kuldaleg veðurspá næstu daga


(7 klukkustundir, 48 mínútur)
INNLENT Veðurspáin næstu daga er mjög kuldaleg, mikil hæð verður yfir Grænlandi og lægðirnar fara framhjá langt fyrir sunnan land. Við erum því föst í kaldri norðaustanátt alla vikuna með éljagangi fyrir norðan og austan.

Lambastelpa lét árnar ekki stoppa sig


(20 klukkustundir, 40 mínútur)
INNLENT Þau ætluðu ekki að trúa sínum eigin augum þegar hún kom í leitirnar, eftir að hafa verið týnd í tvo og hálfan mánuð. Klóka kindin Ukulele lambastelpa er frekari en nokkru sinni fyrr og vill ei vera í fjárhúsi.

Vonir um að finna kafbátinn vakna


(8 klukkustundir, 1 mínúta)
ERLENT Vonir um um að finna argentínskan kafbát með 44 manna áhöfn innanborðs hafa nú vaknað eftir að bandaríski sjóherinn telur sig hafa numið merki sem gæti hafa verið neyðarkall frá bátnum. Ekkert samband hefur þó náðst við kafbátinn í fjóra daga.
INNLENT Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skaut föstum skotum á aðra flokka í þættinum Silfrinu á RÚV í morgun.

Enn einhver hreyfing í eldstöðinni


(6 klukkustundir, 21 mínútur)
INNLENT Þrír jarðskjálftar mældust við Öræfajökul í gærkvöldi og í nótt, að sögn sérfræðings hjá Veðurstofunni. Voru þeir þó allir undir 1 að stærð. „Þetta eru skjálftar sem segja okkur að það sé enn einhver hreyfing í eldstöðinni.“ Að sögn er ástandið að öðru leyti óbreytt.
ERLENT Listinn innihélt 91 nafn sem njósnarar áttu að herja á til að komast að því hvað fólk vissi um ósæmilega kynferðislega hegðun Weinsteins og hvort það hefði í hyggju að gera þá vitneskju opinbera.

Búið að ná ökutækjunum í sundur


(1 klukkustund, 29 mínútur)
INNLENT Búið er að ná strætisvagninum og vörubílnum í sundur sem lentu í árekstri á Reykjanesbraut, fyrir neðan Blesugróf í Reykjavík, í hádeginu í dag. Ökutækin hafa nú verið dregin af vettvangi.

Seldu sama grafreitinn tvisvar


(8 klukkustundir, 37 mínútur)
ERLENT Sandra Cleaver lést árið 2015, þegar hún var 72 ára. Eftir andlátið var hún brennd og jarðneskum leifum hennar komið fyrir í gröf í Welton Road kirkjugarðinum í Dantry í Englandi, sem dóttir hennar, Sonia Ducker, greiddi fyrir. Nú þarf hins vegar að grafa líkamsleifarnar upp og færa þær.

Kate Moss notar engin leynitrix


(15 klukkustundir, 54 mínútur)
SMARTLAND Ofurfyrirsætan Kate Moss er byrjuð að hugsa betur um sjálfa sig enda byrjuð að eldast, orðin 43 ára gömul kona. Svo virðist sem Moss hafi ekki beitt neinum galdrabrögðum til að líta vel út þegar hún var á hátindi ferils síns.

Sambandsráð úr Hollywood


(9 klukkustundir, 53 mínútur)
SMARTLAND Þó svo að flest hjónabönd í draumaborginni Hollywood endist illa þá eru sum sambönd sem virðast sterk og innileg. Stjörnurnar gáfu nokkur ráð sem nýtast pörum hvar í heiminum sem er.

Baráttan við ellina, hvað er til ráða?


(6 klukkustundir, 53 mínútur)
SMARTLAND Það er aldrei of seint að fara hugsa um húðina því hún er jú stærsta líffærið okkar. Húðin þarf umhyggju og rétta meðhöndlun. Þegar við eldumst verða þarfirnar aðrar og taka þarf mið af því þegar húðvörur eru valdar.

Eyðileggur lyfjamál HM fyrir Rússum?


(7 klukkustundir, 53 mínútur)
ÍÞRÓTTIR Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, reynir þessa dagana að fá í hendurnar nánari upplýsingar um þátt rússneskra knattspyrnumanna í lyfjahneykslinu sem hefur skekið rússneska íþróttaheiminn síðustu misserin, samkvæmt frétt enska blaðsins Mail on Sunday í dag.

Stella hreint ekki í orlofi


(23 klukkustundir, 21 mínútur)
INNLENT Heiða Rún Sigurðardóttir kom heim til að leika titilhlutverkið í glænýjum glæpaþáttum um hina úrræðagóðu Stellu Blómkvist. Hún segir hlutverkið safaríkt og kærkomna tilbreytingu frá búningadramanu Poldark.
Meira píla