Ofurslím gæti nýst óeirðarlögreglunni

Ofurslímið gæti komi sér vel við þessar aðstæður.
Ofurslímið gæti komi sér vel við þessar aðstæður. Reuters

Óeirðalögreglusveitum gæti brátt borist nýtt vopn í baráttunni við óeirðaseggi og uppþot. Vísindamenn við Southwest Research Institute í San Antonio í Texasríki vinna nú að skaðlausu vopni sem gæti knésett æstan múg með sleipu slími.

Samkvæmt tímaritinu New Scientist hefur stofnunin þróað ofurslím sem hægt er að buna á óeirðaseggi og gert þeim erfitt að fóta sig.

Lögreglumenn gætu borið þrjá geyma á bakinu, einn með þrýstilofti annan með venjulegu vatni og þann þriðja með þurru og fínt möluðu dufti (polyacrylamide). Stútur sem svipar til sturtuhauss myndi sprauta tveimur mismundandi bunum með vatni og dufti sem myndi blandast í loftinu á leið í átt að skotmarkinu.

Ofurslímið myndast er duftið blandast vatninu, talið er að farartæki ættu erfitt með að ná gripi í hinu ofursleipa slími sem er ekki hættulegt mönnum að öðru leyti en því að fólk gæti marist illa á afturendanum við fallið.

Í fréttinni er ekki talað um hvernig lögreglumenn eiga svo að handsama ofursleipa óróaseggi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert