Fornleifafræðingar finna 45.000 ára gömul verkfæri

Rússneskir og bandarískir fornleifafræðingar hafa fundið verkfæri úr beinum, steini og fílabeini undir ævafornri eldfjallaösku við ána Don, 400 kílómetrum suður af Moskvu í Rússlandi. Verkfærin eru talin um 45.000 ára gömul og eru því elstu ummerki sem fundist hafa um hinn viti borna nútímamann.

Áður hefur verið talið að sögu nútímamannsins mætti rekja allt að 40.000 ár aftur í tímann, maðurinn hefur verið við lýði a.m.k 5.000 árum lengur en áður var talið. Við uppgröftinn fannst einnig skraut úr skeljum og útskorið fílabein, sem virðist vera í líki mannshöfuðs.

Það sem hefur þó komið vísindamönnunum mest á óvart er að maðurinn skuli hafa valið sér svo kaldan og þurran stað til búsetu, víðsfjarri Afríku þar sem rætur mannsins liggja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert