Prentarar geta verið skaðlegir heilsu fólks

Maður sést hér skoða prentara í japanskri raftækjabúð.
Maður sést hér skoða prentara í japanskri raftækjabúð. AP

Hópur ástralskra vísindamanna hefur komist að því að geislaprentarar, sem eru víða að finna á skrifstofum og heimilum, geti skaðað lungu fólks á sama hátt og sígarettureykur.

Vísindamennirnir, hjá Tækniháskólanum í Queensland, rannsökuðu nokkrar tegundir af geislaprenturum, alls 60 tæki, og komust að því að um þriðjungur þeirra leki fínum prentduftsögnum út í loftið. Í sumum tilfella geti magnið verið skaðlegt fólki.

Vísindamennirnir hafa kallað eftir því að stjórnvöld í Ástralíu hafi eftirlit með þessu. Þeir segja að sumir prentarar ættu að vera merktir þannig að fólk geti áttað sig á því að þeir geti verið skaðlegir heilsu fólks.

Um þriðjungur prentaranna eru sagðir hafa lekið út örsmáum prentduftsögnum. Agnirnar eru svo smáar að þær geta farið inn í lungu fólks og valdið fólki ýmsum kvillum, s.s. öndunarörðugleikum auk alvarlegri og krónískra sjúkdóma.

Fréttavefur BBC greindi frá þessu.

Vefur Tækniháskólans í Queensland

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert