Heimskautaís bráðnar hraðar en spár segja til um

Haraldur Örn Ólafsson á norðurpólnum árið 2000. Heimskautasumur kunna að …
Haraldur Örn Ólafsson á norðurpólnum árið 2000. Heimskautasumur kunna að verða íslaus eftir nokkra áratugi. mbl.is

Heimskautaís bráðnar hraðar heldur en tölvumódel um loftslagsbreytingar gera ráð fyrir, samkvæmt niðurstöðum bandarískra vísindamanna. Síðan árið 1979, hefur sumar-ís á Norðurheimskautinu bráðnað um 9%á hverjum áratug, en tölvumódel gera ráð fyrir helmingi minni bráðnun. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Vísindamennirnir segja spár Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) séu ef til vill of varkárar. Síðustu athuganir sýna að Heimskautasumur gætu orðið íslaus um miðja öldina.

„Einhvern tímann á seinni hluta þessarar aldar, gæti það gerst“, segir Ted Scambos hjá Alþjóða snjó og ís upplýsingamiðstöðinni (NSIDC) í Colorado háskóla. „Sum tölvumódel sýna fram á viðkvæmt tímabil, þar sem Heimskautaískerfið hrynur skyndilega - það er líklega nærri lagi en það er erfitt að segja hvenær það gerist. “

Vísindahópurinn komst einnig að þeirri niðurstöðu að um helmingur, ef ekki meira, af hitnun jarðar síðan árið 1979 orsakist af losun gróðushúsaefna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert