Níu góðar ástæður fyrir að leita til læknis

Á vefmiðli bandarísku sjúkrastofnunarinnar MayoClinic er að finna lista yfir einkenni sem fólk ætti ekki að líta framhjá geri þau vart við sig, enda bendi þau til þess að gott gæti verið að leita til læknis.

1. Óvænt þyngdartap:Óútskýrt þyngdartap getur m.a. verið merki um skjaldkirtilsofvirkni, þunglyndi, lifrarsjúkdóm eða krabbamein.

2. Viðvarandi hiti:

Viðvarandi hiti í meira en viku af ókunnum ástæðum, getur verið merki um leynda sýkingu, allt frá þvagfærasýkingu til berkla. Einnig getur það verið merki um undirliggjandi krabbamein.

3. Mæði:Ef fólki finnst það ekki geta andað djúpt eða finnur fyrir óútskýrðri mæði, skal leita læknis. Mæði getur m.a. stafað af ýmsum lungnasjúkdómum, hjartavandamálum og kvíða.

4. Hægðavandamál:

* Stöðugur og mikill niðurgangur í meira en tvo daga.

* Vægur niðurgangur sem er viðvarandi í meira en viku.

* Hægðatregða/harðlífi í meira en tvær vikur.

* Óútskýrð þörf til að fara á klósettið.

* Blóðugur niðurgangur.

* Svartar eða tjörulitaðar hægðir.

Breytingar á hægðum geta ver ið merki um bakteríusýkingu eins og t.d. kamfílóbakteríu- eða salmonellusýkingu. Einnig getur það verið merki um veirusýkingu, bólgu eða ristilkrabbamein.

5. Breyting á andlegu ástandi:

* Skyndilegar eða stigvaxandi ruglingslegar hugsanir.

* Ráðleysi og/eða áttavilla.

* Skyndileg árásarhneigð eða ofbeldisfull hegðun.

* Ofskynjanir hjá þeim sem aldrei hefur fundið fyrir slíku.

Breytingar í hegðun og hugsun geta m.a. verið vegna sýkinga, höfuðáverka, hjartaáfalls, lágs blóðsykurs eða vegna lyfja.

6. Öðruvísi eða ákafur höfuðverkur (sérstaklega ef fólk er eldra en 50 ára).

Eftirfarandi einkenni höfuðverkja geta verið af völdum hjartaáfalls, heilahimnubólgu, heilaæxlis, slagæðagúlps eða blæðingar inn á heila:

* Skyndilegur og mjög sár höfuðverkur.

* Höfuðverkur sem fylgir hiti, stífur háls, útbrot, andlegt ójafnvægi, sjónrænar breytingar, þróttleysi, dofi, málerfiðleikar, viðkvæmni í hársverði eða verkir við það að tyggja.

* Höfuðverkur sem byrjar eða versnar við höfuðáverka.

7. Tímabundið tap á sjón, tali eða hreyfigetu.Eftirfarandi getur komið fram vegna hjartaáfalls eða blóðtappa:

* Skyndilegt þróttleysi eða doði í andliti, handlegg eða fótlegg annarrar hliðar líkamans.

* Skyndilegt myrkur eða aðrar sjónrænar truflanir.

* Málstol, málörðugleikar eða erfiðleikar við að skilja talað mál.

* Ofsafenginn og snöggur höfuðverkur.

* Skyndilegur svimi, jafnvægistap eða fall.

8. Skært ljós. Skyndileg tilfinning fyrir skæru ljósi getur verið merki um að sjónhimna sé að losna.

9. Heit, rauð eða

bólgin liðamót:

Geta verið merki um sýkingu í liðum, þvagsýrugigt eða liðagigt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert