Heilabilaðir valsa um í kerfinu

Hanna Lára Steinsson
Hanna Lára Steinsson mbl.is/Kristinn
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur - ingibjorg@bladid.net

Niðurstöður rannsóknar Hönnu Láru Steinsson félagsráðgjafa á aðstæðum 45 til 65 ára einstaklinga sem þjást af Alzheimer vöktu svo mikla athygli heilbrigðis og félagsmálayfirvalda í Noregi að þau höfðu þær til viðmiðunar við stefnumótun sína í málefnum heilabilaðra. Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa ekki sýnt niðurstöðunum áhuga, að því er Hanna fullyrðir. Hún segir úrræðin fyrir þennan hóp í raun engin.

„Þessi hópur, um 100 til 150 manns, var í raun alveg týndur þar til ég gerði þessa rannsókn. Ég tók viðtal við aðstandendur 26 sjúklinga sem allir höfðu misst vinnuna nema 1. Sá var bóndi og naut aðstoðar nágranna við búskapinn," greinir Hanna Lára frá.

Rannsóknin, sem gerð var á árunum 2002 til 2005, leiddi í ljós að fólk á aldrinum 45 til 65 ára og þjáist af minnistapi er lengi að valsa um í kerfinu áður en meinið uppgötvast.

Nánar í Blaðinu í dag

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert