iPhone fær minnisstækkun

iPhone
iPhone AP

Raftækjaframleiðandinn Apple kynnti í dag til sögunnar nýja iPhone síma og iPod touch spilara með tvöföldu minni á við það sem fylgt hefur fyrri gerðum.

Ný þjónusta var kynnt í síðasta mánuði vestanhafs þar sem iPod eigendum er gert mögulegt að leigja og hlaða niður kvikmyndir á tæki.

iPhone síminn fæst þá bæði með 16 gígabæta innbygðu minniskorti og iPod touch með 32 gígabæta diski. Bæði tækin verða seld í Bandaríkjunum á 499 dali, eða um 33.000 krónur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert