Of margir birnir í Slóvakíu

mbl.is

Bjarnarstofninn í Slóvakíu telur alls um 800 dýr og er of stór, og kann að vera þörf á að grisja hann til að afstýra hættu á að birnir ráðist á menn, að því er framkvæmdastjóri Náttúruverndarstofnunar landsins greindi frá í dag. Það gerist æ oftar að menn komist í kast við birnina.

Við bestu aðstæður þarf hver björn um sig tvö þúsund hektara yfirráðasvæði, en vegna þess hve þeir eru nú margir hefur hver þeirra ekki nema átta til níu hundruð hektara.

Af þessum sökum hafi margir birnir vanist á að éta úr ruslatunnum í dreifbýli, og þeir þurfi að berjast um fæðu og séu því taugaveiklaðri en ella og ráðist frekar á fólk.

Á næstu fjórum árum á að telja birnina til að fá nákvæmari mynd af stöðu mála, og í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvað gera skuli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert