Mazda 2 kjörinn bíll ársins

Smábíllinn Mazda 2 var í vikunni kjörinn bíll ársins 2008 á alþjóðlegri bílasýningu í New York. Dómnefndina skipuðu 47 bílablaðamenn frá 24 þjóðum. Nefndi dómnefndin sérstaklega nútímalega hönnun bílsins og sparneytnar vélar.

Í næstu sætum voru Ford Mondeo og Mercedes-Benz C.

Mazda 2 var á síðasta ári kjörinn bíll ársins í mörgum löndum, þar á meðal Danmörku, Belgíu, Japan, Grikklandi og Austurríki.

Bíllinn var einnig tilnefndur til sérstakra hönnunarverðlauna en þar sigraði Audi R8, Mazda 2 varð í öðru sæti og Volvo C30 í þriðja. 

Mazda 2.
Mazda 2.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert