Geimsalernið komið í lag

Mun léttara er nú yfir íbúunum í alþjóðlegu geimstöðinni eftir að hátæknisalernið í stöðinni er komið í lag. Salernið bilaði í síðustu viku og varahlutir komu með geimferjunni Discovery í vikubyrjun. Rússneski geimfarinn Oleg Kononenko brá sér í hlutverk pípulagningamanns og gerði við salernið.

Kononenko, sem er yfirvélstjóri í geimstöðinni, skipti um bilaða dælu og tók viðgerðin tæpa þrjá tíma. Salernið, sem er rússnesk hönnun, hafði aðeins virkað með herkjum undafarna daga.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert