Óvarlegt kynlíf í sumarfríum

Meira en helmingur breskra kvenna stundar kynlíf án getnaðarvarnar á ferðalögum erlendis og á þannig í mikilli hættu á því að smitast af kynsjúkdómum. Þetta kom fram í könnun sem tímaritið More gerði á dögunum, en meðalaldur þátttakenda var 25 ár. Yfirgnæfandi meirihluti kvaðst mun virkari kynferðislega í sumarfríum og yfir 80% sögðust hafa stundað kynlíf með öðrum einstaklingum sem voru í sumarfríi á sama stað.

Sex af hverjum 10 kváðust alltaf hafa smokk meðferðis, en hinar 40% sögðust ekki gera það. „60% er hærra hlutfall en fyrir fimm árum og það er jákvætt. Það er hins vegar áhyggjuefni að heil 40% geri það ekki,“ sagði Chantelle Horton, ritstjóri More.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert