Hafsbotninn örum settur

Jarðfræðingar frá Danmörku og Grænlandi hafa fundið geysistóra skurði á hafsbotninum umhverfis Ísland, Grænland og Færeyjar. Skurðirnir urðu til þegar ísjakar plægðu hafsbotninn við ísaldarlok. Eru förin allt að 25 metrar að dýpt og um einn kílómetri að breidd og hafa fundist á allt að 700 metra dýpi. „Þetta sýnir okkur að ísjakar á norðurslóðum hafa verið talsvert stærri en við sjáum umhverfis suðurskautið nú á dögum,“ segir Antoon Kujjpers, sem stýrði rannsókninni. Óttast jarðfræðingarnir að skurðirnir geti valdið hættu ef undirstöður olíuborpalla hvíla á setlögum sem hylja þá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert