Notkun heimasíma dregst saman

Smám saman virðast farsímarnir taka alfarið við af heimasímum
Smám saman virðast farsímarnir taka alfarið við af heimasímum mbl.is/Jim Smart

Heimilissímar í gegnum landlínu verða æ fátíðari í Bandaríkjunum eftir að farsímar tóku við sem helsta samskiptatækið. Hlutfall bandarískra heimila þar sem enginn er heimasíminn er nú 18% auk þess sem 13% heimila til viðbótar fá öll eða nánast öll símtöl sín í farsíma þrátt fyrir að vera með borðsíma.

Þetta þýðir að samanlagt hafa um eitt af hverju tíu heimilum í Bandaríkjunum nánast eingöngu símasamskipti í gegnum farsíma. Þetta sýna opinberar tölur frá fyrri helmingi ársins 2008 sem gefnar voru út í dag, en á sama tíma í fyrra voru 16% heimila an síma, og aðeins 7% heimila árið 2005. Þróunin hefur því verið hröð undanfarin 2 ár.

Algengast er að heimili sem samanstanda af óskyldum fullorðnum einstaklingum, s.s. leigufélögum eða ógiftum pörum, hafi ekki heimasíma, eða um 63% af slíkum heimilum. Um einn þriðji af fólki undir þrítugu notar eingöngu farsíma.

Þá sýna tölurnar af fjórðungur af láglaunafólki á einungis gsm-síma, sem er nánast tvöfalt hærra hlutfall en meðal þeirra sem hafa hærri laun. Talið er að efnahagsástandið nú geti flýtt þessari þróun enn hraðar og fleiri muni reiða sig eingöngu á farsíma á komandi árum, ekki síst þar sem verð á farsímum fari lækkandi og dreifikerfið fari stækkandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka