Offitugenin erfast ekki á milli kynja

Sterk tengsl eru á milli móður og dætra og föður og sona þegar kemur að offitu en ekki á milli kynja, það er föður og dætra og móður og sona. Þetta er niðurstaða nýrrar breskrar rannsóknar. Telja þeir sem stóðu að rannsókninni að hegðun skipti meiru en erfðir þegar kemur að offitu.

Fréttavefur BBC segir frá rannsókninni en alls voru 226 fjölskyldur rannsakaðar af Plymouths Peninsula læknaskólanum. Samkvæmt henni eru of feitar mæður tíu sinnum líklegri en aðrar til þess að eiga of feitar dætur en grannar mæður.

Ef litið á feður og syni þá eru líkurnar sexfaldar.

Sjá nánar á vef BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert