Loka fyrir kannanir á Facebook

Vefsíða Barack Obama á Facebook. Síðan tengist málinu ekki á …
Vefsíða Barack Obama á Facebook. Síðan tengist málinu ekki á nokkurn hátt.

Lokað hefur verið fyrir framkvæmd skoðanakannanna á samskiptavefnum Facebook eftir að öfgamaður stóð fyrir könnun þar sem spurt var hversu margir gestir síðu hans vildu að Barack Obama Bandaríkjaforseti yrði tekinn af lífi.

Bandarísk leyniþjónustustofnun, sem hefur það hlutverk að gæta öryggis forsetans, hefur hafið rannsókn á málinu, að því er talsmaður hennar, James Mackin, hefur greint frá.

Notendur Facebook heimila utanaðkomandi aðilum að dreifa hugbúnaði fyrir skoðanakannanir og spurningalista til notkunar á vefnum sem notendur geta síðan notað á síðum sínum.

Í þessu tilviki setti notandinn fram könnun þar sem spurt var hvort gestir síðu hans væru fylgjandi því að forsetinn yrði líflátinn.

Svarmöguleikar voru „já“, „kannski“, „ef hann sker niður heilbrigðisþjónustuna mína“ og „nei“. 

Flest bendir til að könnunin hafi verið sett á vefinn um síðustu helgi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert