Örfá aukakíló ekki hættuleg

Þýskir vísindamenn hafa komist að því að örfá aukakíló eru …
Þýskir vísindamenn hafa komist að því að örfá aukakíló eru heilsunni ekki hættuleg. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Þýskir vísindamenn segja örfá aukakíló ekki vera heilsunni hættuleg, hins vegar sé óheppilegt að vera í yfirvigt. Þetta kemur fram á vef danska dagblaðsins Politiken. 

Að sögn vísindamannanna eru örfá aukakíló alls ekki skaðleg heilsunni líkt og margir halda. Rannsókn þeirra náði til á fimmta tug þátttakenda og hafði það að markmiði að skoða tengsl þyngdar við lífaldur og sjúkdóma. 

Samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar er fólk með líkamsþyngdarstuðul (BMI) á bilinu 25-30 alls ekki í aukinni hættu á að fá sjúkdóma eða lifa skemur en þeir sem eru í kjörþyngd. Að mati vísindamannanna eru líkur til þess að örfá aukakíló hafi raunar verandi áhrif gagnvart hættunni á að fá sjúkdóma eða deyja um aldur fram. 

Þeir sem hins vegar mælast með líkamsþyngdarstuðul á bilinu 30-40 auka hættuna á því að deyja um aldur fram um 20%. Þeir sem mælast með líkamsþyngdarstuðul yfir 40 auka líkurnar á því að deyja um aldur fram um 200%. 

Reiknireglan sem stuðst er við til þess að reikna út líkamsþyngdarstuðulinn er:  BMI = þyngd/ (hæð X hæð). Þyngd er mæld í kílóum og hæð í metrum. 

Þeir sem mælast með BMI undir 20 teljast of léttir, þeir sem eru með BMI á bilinu 20-25 teljast í kjörþyngd. Þeir sem mælast með BMI á bilinu 25-27 teljast yfir kjörþyngd, á bilinu 27-30 of þungir og meira en 30 allt of þungir.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert