Vilji menn halda þyngdinni í skefjum þá er mönnum hollast að borða lítið af kjöti. Þetta eru niðurstöður evrópskar rannsóknar, sem um 400.000 manns í 10 Evrópulöndum, tók þátt í. Niðurstöðurnar hafa verið birtar í vísindaritinu American Journal of Clinical Nutrition.
Vísindamenn við Imperal Collage í London komust að því að tengsl séu á milli kjötneyslu og þyngdaraukningar, bæði hjá konum og körlum. Jafnvel hjá fólki sem innbyrðir jafn mikið magn af kaloríum. Þetta kemur fram á vef breska útvarpsins.
Tengslin reyndust vera mest á milli aukinnar þyngdar og unninna kjötvara, s.s. skinku og pylsna. Niðurstöðurnar eru sagðar benda til þess að þeir sem vilja grenna sig með því að borða próteinríka fæðu séu á rangri leið, þ.e. til lengri tíma litið.
Vísindamennirnir segja að niðurstöðurnar taki undir það heilsuverndarsjónarmið að fólk eigi að draga úr kjötneyslu.