Konur með forskot þegar kemur að doktorsgráðum

Fleiri konur en karlar útskrifst með doktorsgráðu
Fleiri konur en karlar útskrifst með doktorsgráðu Af vef Venture Beat

Í fyrsta skipti í sögunni þá eru fleiri konur en karlar að ljúka doktorsnámi í Bandaríkjunum. Er nú fokið í flest skjól hjá körlum og forskoti þeirra í háskólanámi vestanhafs, samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn.

Konur hafa í mörg ár verið í meirihluta þegar kemur að meistaraprófi frá bandarískum háskólum en skólaárið 2008-2009 var það fyrsta er fleiri konur fengu doktorsgráðu þar í landi.

Alls tóku 800 háskólar þátt í rannsókninni. Flestir þeirra sem luku doktorsprófi veturinn 2008-2009 luku námi í menntunarfræðum eða 14,4%. Af nýdoktorum í þeirri námsgrein voru tveir af hverjum þremur konur.

Hið sama á við heilbrigðisvísindi en þar eru 70% nýdoktora konur, opinberri stjórnsýslu eru konur 61,5% í listum og mannvísindum eru konur 53% þeirra sem ljúka doktorsprófi. Í líffræði og landbúnaðarvísindum eru konurnar 51%. En karlarnir réðu hins vegar ferðinni í verkfræði - þar voru karlar í miklum meirihluta. Jafnframt eru karlar í meirihluta í stærðfræði og tölvunarfræðum. Sama er að segja um náttúru- og jarðfræði sem og viðskiptafræði.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert