Uppgötvuðu gen sem flýtir fyrir vímu

Vísindamenn við háskólann í Norður-Karólínu hafa uppgötvað genið sem veldur því að sumir finna fljótar á sér en aðrir, að sögn BBC. Þeir segjast halda að 10-20% manna hafi þetta gen, CYP2E1, í genamengi sínu.

Vísindamennirnir segja að ef til vill verði hægt að nota þessa uppgötvun í baráttunni gegn ofdrykkju vegna þess að þeir sem bregðist mjög hratt við áfengi verði síður alkóhólistar en annað fólk. Gefa megi fólki lyf er líkist umræddu geni, ekki til að það verði fullt fyrr en ella heldur til að fá það til að drekka ekki allt of mikið.

Megnið af áfengi sem innbyrt er brotnar niður í lifrinni. En hluti þess tekur efnabreytingum í heilanum af völdum ensíms sem CYP2E1 getur framleitt, genið kann formúluna. Þeir sem eru með genið, sem er á litningi númer 10, finna því fljótar á sér en aðrir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert