Kanna möguleika á nýlendu á Mars

Vísindamenn hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA hafa staðfest, að þeir séu að rannsaka hvort hagkvæmt sé að senda geimfara til Mars til að stofna þar einskonar nýlendu.

Reutersfréttastofan hefur eftir vísindamanninum Howard McCurdy, að það sé í eðli mannsins að vilja kanna og leggja undir sig landsvæði.

„Nú býr fólk nánast allastaðar á jörðinni nema á heimskautunum og þess vegna hafa menn horft út í geim og hugsað: Ef við viljum halda þessari þróun áfram verður við líta upp."  

Mars er ekki sérlega þægilegur staður. Að meðaltali er þar 63 stiga frost og í lofhjúpnum er aðallega koldíoxíð. Mars er í  399 milljóna kílómetra fjarlægð frá jörðu og því er ferðalag þangað ekki sérlega heillandi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert