„Ruslfæði" gæti dregið úr greind

Smábörn, sem neyta hlutfallslega mikils af unnum matvörum kunna að hafa örlítið lægra greindarstig síðar á ævinni en þau börn sem borða mikið af kjöti og grænmeti.

Þetta kemur fram í niðurstöðum breskrar rannsóknar sem birtar voru í gærkvöldi. Um er að ræða langtímarannsókn á 14 þúsund börnum sem fæddust á vesturhluta Englands á árunum 1991 til 1992. Fylgst var með börnunum frá því þau voru átta og hálfs árs gömul. 

Foreldrar barnanna voru beðin um að fylla út spurningalista þar sem m.a. var skráð hvernig fæðu og drykki börn þeirra neyttu. Þeim niðurstöðum mátti gróflega skipta í þrjá flokka. Hluti barnanna borðaði fæðu sem var rík af unninni fitu og sykri. Hluti neytti „hefðbundinnar" fæðu þar sem mikið var af kjöti og grænmeti  og loks neytti hluti barnanna „heilsufæðis" með miklu af salati, grænmeti og ávöxtum, pasta og hrísgrjónum. 

Þegar börnin voru 8 og hálfs árs gömul var lagt fyrir þau hefðbundið greindarpróf.  Niðurstaðan var sú, að merkjanlegur munur á var greind þeirra barna, sem höfðu borðað unnu matvörurnar og þeirra sem höfðu borðað „heilsusamlega" fæðið.  

Börnin, sem borðað höfðu unnu matvörurnar, voru að jafnaði  greindarvísitöluna 101 stig en þau börn sem höfðu borðað heilsufæðið voru að jafnaði með greindarvísitöluna 106. 

Deilt hefur verið um hvort tengsl séu á milli greindar og mataræðis en margir þættir aðrir geta spilað inn í,  svo sem efnahaglegir og félagslegir.  Skýrsluhöfundar segjast þó hafa lagt sig fram um sía út slíka þætti.  
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert