Jobs kynnti iPad 2

Steve Jobs, forstjóri bandaríska tölvuframleiðandans Apple, kom óvænt á ráðstefnu Apple í San Francisco í dag þar sem kynnt var nýjasta gerðin af iPad spjaldtölvu. Jobs er í veikindaleyfi og sögusagnir hafa verið um að hann væri við dauðans dyr.

„Við höfum unnið að þessu tæki og ég vildi ekki missa af þessum frábæra degi," sagði Jobs, sem virðist hafa grennst en var hressilegur að sjá.   

 Tækið er iPad 2, sem er þynnri og léttari en fyrsta útgáfan sem byrjað var að selja á síðasta ári. Þá eru myndbandsupptökuvél. Nýja vélin fer í sölu 11. mars í Bandaríkjunum og 25. mars í öðrum löndum. Hún á að kosta það sama og fyrsta útgáfan eða á bilinu 499 til 829 dala. 

„Árið 2010 reyndist vera ár iPad," sagði Jobs þegar hann kynnti nýju tölvuna. „Við seldum nærri 15 milljónir eintaka af iPad frá apríl til desember og hún aflaði Apple nærri 10 milljarða dala tekna," sagði Jobs og bætti við að keppinautar fyrirtækisins hefðu verið nánast lamaðir.  

Jobs, sem er 56 ára, fór í veikindaleyfi 17. janúar. Hann gekkst undir aðgerð vegna krabbameins í brisi árið 2004 og undir lifrarígræðslu árið 2009.

Steve Jobs kynnir iPad 2.
Steve Jobs kynnir iPad 2. Reuters
Steve Jobs í San Francisco í kvöld.
Steve Jobs í San Francisco í kvöld. Reuetrs
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert