Darwin gegn krabba

Hugsanlegt er að hægt sé að spá fyrir um hvernig krabbamein þróast og dreifir sér og valda þannig byltingu í meðhöndlun á sjúkdómnum með því að beita útreikningum þróunarkenningar Charles Darwins. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem birt hefur verið í vísindatímaritinu Nature.

Þau lyf sem notuð eru í dag og virka á ákveðnar frumustökkbreytingar ná oft að minnka æxli fyrstu mánuðina áður en frumurnar verða ónæmar og sjúkdómurinn blossar upp aftur. Læknum við rannsóknina tókst hins vegar að reikna út hvar og hvenær slíkar breytingar áttu sér stað. Þá komust þeir að því að breytingin var þegar til staðar í krabbameinsfrumunum en var ekki svar við meðferðinni.

Aðeins um ein af hverjum milljón krabbameinsfrumum í sjúklingum eru ónæmar fyrir sértækri lyfjameðferð og það eru þær sem halda áfram að fjölga sér þótt búið sé að eyða stærstum hluta æxlisins.

Læknarnir telja að hægt sé að framleiða tiltölulega fá lyf sem virka á stóran hluta krabbameinssjúklinga. Í heild gæti hins vegar þurft hundruð lyfja til að vinna á öllum stökkbreytingum frumna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert