Mannlíf eingöngu á rafrænu formi

Nýjasta tölublað Mannlífs kemur út á rafrænu formi.
Nýjasta tölublað Mannlífs kemur út á rafrænu formi. Mannlíf

Nýjasta tölublað Mannlífs kemur eingöngu út á rafrænu formi. Blaðið verður aðgengilegt án endurgjalds. Að sögn Karls Steinars Óskarssonar, framkvæmdastjóra Birtings, kemur þessi nýjung til vegna 30 ára afmælis Mannlífs.

Að sögn Karls hefur ekki verið tekin ákvörðun um framhaldið. „Við ætlum að sjá hvernig viðbrögðin verða og hversu mikið þetta verður lesið,“ segir hann. „Það eru meiri líkur fremur en minni að blaðið verði gefið út svona áfram.“ Karl segir að Birtingur hafi áður gefið út blöð á rafrænu formi og það hafi mælst vel fyrir.

Meðal efnis í blaðinu er ýtarleg umfjöllun um heilbrigðiskerfið auk greinar um vopnaeign Íslendinga.  

Stefnt er að útgáfu sex tölublaða á þessu ári.

Hér má lesa nýjasta tölublað Mannlífs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert