Skandínavar hamingjusamari en Íslendingar

Danir eru hamingjusamasta þjóð í heimi á meðan óhamingjan er …
Danir eru hamingjusamasta þjóð í heimi á meðan óhamingjan er mest í ríkjum sunnan Sahara. HO

Ísland er í níunda sæti á nýjum hamingjulista sem Columbia háskólinn hefur birt. Danir eru í fyrsta sæti, Norðmenn í öðru, Svisslendingar í því þriðja, Hollendingar í fjórða og Svíar eru í fimmta sæti listans. Íbúar í ríkjum sunnan Sahara eru óhamingjusamastir.

Alls eru 156 lönd tekin fyrir í skýrslu Jarðarstofnunar Columbia háskólans. Þau ríki sem óhamingjan er hvað mest eru Rúanda, Búrúndi, Miðafríkulýðveldið, Benín og Tógó.

Bandaríkin eru í sautjánda sæti, Kanada í því sjötta, Ástralía er í tíunda sæti, samkvæmt frétt CNN. Bretar eru 22. sæti og Þjóðverjar eru í því 26.

Skýrslan

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert