Segja heimafæðingar áhættusamari

Skiptar skoðanir eru um heimafæðingar en nú segja bandarískir vísindamenn …
Skiptar skoðanir eru um heimafæðingar en nú segja bandarískir vísindamenn að þeim fylgi aukin áhætta. AFP

Á undanförnum 10 árum hefur heimafæðingum farið fjölgandi í Bandaríkjunum. Fram kemur í nýrri bandarískri rannsókn að við slíkar aðstæður aukist líkurnar á að barn fæðist andvana auk þess sem líkurnar á flogum aukist sem og taugafræðileg vandamál.

Þetta kemur fram á vef Medical News Today.

Þar segir að vísindamenn við New York-Presibyterian Hospital og Weill Cornell Medical Center hafi unnið að gerð rannsóknarinnar, sem var birt í vísindaritinu American Journal of Obstetrics and Gynecology. Gögnin sem vísindamennirnir rannsökuðu náðu yfir 13 milljónir fæðinga í Bandaríkjunum. 

Þá segir, að þetta sé stærsta rannsókn sinnar tegundar og að niðurstöðurnar hafi fengist staðfestar með því að skoða fæðingarskýrslur Center for Disease Control and Prevention, sem sér um varnir gegn sjúkdómum og forvarnir í Bandaríkjunum. Um er að ræða skýrslur frá árinu 2007 til 2010 þar sem bæði læknar og ljósmæður tóku á móti börnum og fæðingar sem áttu sér stað á sjúkrahúsum eða annars staðar.

Vísindamennirnir skoðuðu börn sem mælast með núll í Apgar-mælingu (sem flokkast sem andvana), nýburaflog, fósturköfnun og taugafræðileg vandamál. 

Apgar-mæling er notuð til að meta heilsu barns á fyrstu og fimmtu mínútu eftir fæðingu.

Talið er að barn hafi fæðst andvana ef Apgar-mælingin er núll fimm mínútum eftir fæðingu. Vísindamenn halda því hins vegar fram að 10% þessara barna geti lifað af.

Þá segir að börn sem fæðast heima hjá séu 10 sinnum líklegri til að fæðast andavana heldur samanborið við börn sem fæðast á sjúkrahúsum. Þá séu þau fjórum sinnum líklegri til að glíma fá flog eða glíma við meiriháttar taugafræðileg vandamál.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert